Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 123
SKRIFLABÚÐIN
89
stundum yfir til Bvrópu. Á mörg-
um þessum ferðum höfðu þau hana
og hörnin með sér og þannig at-
vikaðist það, að hún varð vel
mentuð og margfróð kona, þó aldrei
liafi hún gengið á skóla. Benti líka
margt á heimili þeirra á meiri
listasmekk en alment gerist.
Þau héldu fast við ýmsa gamla
og skrítna siði, og einn af þeim var
að skrafa í rökkrinu, — ekkert síð-
ur þó gestir væru komnir. Héldu
þau því fram, að fólk nyti sín bet-
ur í samtali, auk þess væri þetta
gamall og góður íslenzkur siður.
Og eitt er víst, að aldrei varð skort-
ur á umtalsefni þar í rökkrinu.
Eitt af þessum sunnudagskvöld-
um er mér sérstaklega minnis-
stætt. Við vorum stödd þar æði-
mörg og bar margt á góma. Sam-
talið hafði að mestu leyti snúist um
trúmál, eins og oft vill verða. Við
liöfðum talað um trúarbrögð Aust-
ur- og Vesturlanda, forn og ný, og
hinar ýmsu kirkjur og trúarskoð-
anir, og hve mikinn þátt trúar-
brögðin hefðu átt í því, að móta
sálarlíf og hugsunarhátt þjóðanna.
— Jafnvel draugatrú — hve mikil
áhrif hafði hún ekki haft á hugs-
unarhátt fólksins, og út frá því
leiddist samtalið að lokum að sál-
arfræði og draumum. Endirinn varð
feá, að hver varð að segja þann
draum, er hann hafði dreymt ein-
kennilegastan.
Húsfreyjan hafði tekið lítinn þátt
í samtalinu um tíma, því hún var
önnum ltafin við kaffiveitingarnar,
en er því var lokið, kom hún og
blandaði sér í hópinn. Lögðum við
nú öll að henni, að segja okkur eitt-
hvað, er hana hefði dreymt. Kvað
hún það fátt og marklítið, enda
gleymt. Þó væri einn draumur, er
sér væri altaf minnisstæður, og
stæði sér á sama þó hún segði
hann, en til þess þyrfti hún að
segja aðdragandann að honum.
“Eins og eg hefi oft sagt ykkur,”
byrjaði hún, “þá voru hjónin, sém
eg vann lengst hjá, oft á ferðalagi.
Eitt sumar sem oftar þurfti hús-
bóndi minn að fara í verzlunar-
erindum heim til Englands. Tók
þá kona hans tækifærið, að fara
austur í Canada að heimsækja
frændfólk sitt og fornar stöðvar.
Hún hafði börnin og mig með sér,
og vorum við þar eystra mestalt
sumarið.
Eg hafði lítið að gera og marga
frístund frá börnunum. Notaði eg
þá tímann til að skoða og kynnast
þessum gamla og skrítna bæ. Þið
getið naumast ímyndað ykkur,
hvað þeir eru gamaldags og ein-
kennilegir þessir kaþólsku bæir þar
eystra.
Einn stað hafði eg sérstaklega
gaman af að koma í, það var gömul
kirkja úr rauðum tigulsteini, sem
um langa tíð hafði verið skriflabúð
og uppboðsstofa. Var hún full af
allskonar gömlu skrani og hús-
búnaði. Datt mér stundum í hug,
að allur uppgjafa-húsbúnaður úr
landinu, góður og illur, væri þarna
saman kominn. Öllu ægði saman
— þar stóðu hlið við hlið sjaldséðir
og fágætir munir, vönduð stofu-
gögn, greypt og handskorin úr dýr-
asta við, og gamlir stólgarmar,
borðskrifli, kláfar og kyrnur, alt
liugsanlegt og óliugsanlegt rusl.