Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 127
fSKRIÍ’LABÚ ÐEN
ar dreifðust til annara liafna, hefir
bærinn legið í svefni og orðið mosa-
vaxinn, eins og Rip Van Winkle.
í þá tíð var haldið héðan út stór-
uni skipastól, bæði fyrir verzlun og
fiskiveiðar. Einn ríkasti og stærsti
skipeigandinn var forfaðir hús-
móður þinnar. Hann kvað nú hafa
verið karl í krapinu, sjóhetja mesta
og mikill fyrir sér og lítt við alþýðu
skap, harður og óvæginn en hrein-
skiftinn og mjög kaþólskur. Hann
var lengst æfinnar í förum sjálfur,
og lá orð á því, að skipum hans
hlektist aldrei á. Eitt haust, er
liann kom heim, varð uppi fótur og
fit í bænum, því hann kom kvænt-
ur ungri og fríðri konu. Það fylgdi
sögunni að hann hefði fundið hana
og orðið ástfanginn af henni á ein-
hverri eyðieyju norður í höfum, er
öll væri þakin snjó og klaka, þar
sem sól settist aldrei á sumrum og
sæist aldrei á vetrin. Nú veit eg,
síðan eg liefi talað við þig, að hún
hefir verið íslenzk. Ýmsar sögur
gengu af því, hve ríkilát og fögur
þessi útlenda kona væri, í hvað
miklum glaumi og glaðværð þau
lifðu, og hve lítt trúuð hún væri á
kaþólska vísu. Er jafnvel mælt, að
prestarnir hafi vandað um það við
mann hennar, að hún fengist aldrei
til að skrifta, og er þá sagt, að hann
liafi þaggað niður í þeim með rík-
mannlegum gjöfum til kirkjunnar.
Aldrei hafði hún gefið neitt sjálf,
að undantekinni einni altaristöflu,
er hún kom með úr einni Evrópu-
ferð sinni; fylgdi það sögunni, að
myndin hafi verið stórkostlega fög-
ur, og upp frá því hafi hún oft sést
í kirltju með manni sínum. En það
9a
var einmitt þessi altaristafla, er
síðar varð að misklíðarefni.
Löngu síðar, eftir að þau voru
bæði dáin, kom það upp úr kafinu,
að myndin í altaristöflunni var eft-
ir málara, er þá var orðinn heims-
frægur fyrir listaverk sín. Keptust
öll listasöfn og auðmenn um verk
hans og buðu stórfé fyrir. — En
það lánaðist engum að ná þessari
mynd.
Eftir mikið stagl, þrætur og ófrið,
var að lokum samþykt að selja
myndina, en sama kvöldið og það
var gert kviknaði í kirkjunni rétt
hjá altarinu. Allir unnu að því með
einum hug að slökkva, en þegar
það að lokum tókst og farið var að
líta eftir skemdunum var Maríu-
myndin brunnin.
Að líkindum hefir kviknað í út
frá kertunum á altarinu. Samt varð
aldrei með vissu sagt um upptök
eldsins. Sumir héldu, að einhver
hefði stolið myndinni og kveikt í
kirkjunni til að dylja ódæðisverk
sitt. En aðrir, og þeir voru lang-
flestir, trúðu því að þetta væri
refsing frá drottni, fyrir ágirndina
og virðingarleysið fyrir altaristöfl-
unni.
Sá orðrómur lagðist svo á, að
kirkjan væri dæmd. Hjátrúin á
því varð svo sterk, að kirkjan lagð-
ist í eyði. — En svo eftir æði tíma
var hún dubbuð upp fyrir skrifla-
búð, og það hefir hún verið ætíð
síðan.”
Þegar gamla konan liafði lokið
máli sínu, þögðum við öll stundar-
korn. Það var eins og enginn vildi
verða fyrstur til að rjúfa þögnina.