Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 128
94
TIMAJEIIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENIDINGA
Áhrif sögunnar, tunglsljósið og
rökkrið hafði hjálpast að, að setja
okkur eins og inn í annan heim. —
Gamla konan stóð á fætur og
kveikti, og við rönkuðum þá öll við
okkur, risum úr sætunum og
kvöddum í skyndi, því það var orð-
ið áliðið kvelds.
Á leiðinni heim flaug mér margt
í hug, eins og vant var, er eg kom
úr þessu húsi. — Undarlegt er það,
livað maður getur mist og orðið
gersneiddur allri hugsun í samtaii
og samveru með -sumu fólki, en
aftur vekja, skerpa og örfa aðrir
hugsun, og með þeim er maður til
með að þenja út vængina og láta
hugsanirnar fljúga út yfir ókunn
lönd, láta þær fara eins langt og
þær komast og unt er. — Já, það
rótaði í deyfðinni og hugsanamoll-
unni að heimsækja þessi gömlu
hjón. En hafði hana nú dreymt
þetta í raun og veru, eða var hún
að gefa okkur bendingu? Þeirri
spurningu hefi eg aldrei getað
svarað. En oft hefir mér dottið til
liugar draumurinn, karlinn og
skriflabúðin, einkum þegar eg hefi
verið stödd í kirkju.
ðöAimldl 3Laimg> Syimce^o
Eftir Roberfc Burns-
Mun vina gleymast atlot öll,
Og aldrei gleðja lund?
Mun vina gleymast atlot öll,
Og yndis mörg ein stund?
Kór:
Að löngu burti liðnri stund,
Að löngu farnri stund;
Eina skál við enn gleðst lund,
Fyrir yndis liðna stund.
Við höfum gengið hæíð og laut,
Að heiðar-blóma fund;
En mörg var erfið eftir braut,
Áð yndis liðinni stund.
Hver annar gleði öðrum gaf,
Meðan ung og kát var lund;
Svo ólgaði milli okkar haf,
Að yndis liðinni stund.
Því vil eg taka, vinur trúr,
með vinsemd þína mund;
Svo drekkum glösum ölið úr,
Fyrir yndis liðna stund.
Glösin fyllum! Gleði-mál
Nú gleðji beggja lund;
Svo drekkum eina ennþá skál,
Fyrir yndis liðna stund.
Tómas Benjamínsson þýddi.