Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 131

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 131
Airfmrniminio Eftir séra Gu'ðm. Árnason. íslenzkar bókmentir! Hversu veglegt og mikilvægt fyr- ir oss íslendinga er ekki það, sem þessi orð tákna? Að nokkrar þús- undir manna á afskektu eylandi, ein af allra smæstu þjóðum lieims- ins, sem frá byrjun hefir orðið að heyja erfiða baráttu við óblíðu nátt- úrunnar og margskonar aðra örð- ugleika, skuli eiga heimsfrægar bókmentir, — það er óefað eitt af því allra merkilegasta í sögu mann- kynsins. Það sannar, mörgum staðreyndum sögunnar betur, sig- ur mannsandans yfir ytri kjörum; sannar, að þrátt fyrir alt, er lífið meira en eintóm barátta fyrir lífs - viðurvsöri, og að sá skilningur á sögunni, að lífið sé eitt stórkostlegt matarstrit og ekkert annað, er ger- samlega ónógur. Hér meðal okkar Vestur-íslend- inga er löngum talað um ágæti ís- lenzkra bókmenta og gildi bók- menta-arfsins, sem við höfum flutt með okkur frá ættjörðinni. Það mun varla vera til sá Islendingur hér í landi, sem ekki veit þetta og skilur, nema ef vera kynni ein- hverjir, sem misskilja svo gildi hlut- anna, að þeir vilja líta smáum aug- um á alt, sem íslenzkt er, vegna þess að íslendingar eru ekki stór- þjóð, ekki liamhleypuþjóð í því, sem kallað er framfarir nú á þess- ari véla- og kaupHtaparöld. En sem betur fer eru þeir menn fáir. Hinir eru miklu fleiri, sem þekkja gildi þessa arfs, eða að minsta kosti taka trúanlegt það sem sagt er um liann. En það er með marga þeirra líkt og manninn í dæmisögunni, er var fengið fé til umráða. Hann vafði það í umbúðir og gróf það í jörð. Svo tómlátir og hirðulausir eru menn um þennan arf, að þeir grafa hann undir rusli hálfmenning- ar og andleysis. Eldri íslendingar hér kvarta jafnt og stöðugt um það, að unglingar, sem eru fæddir af íslenzkum for- eldrum og aldir upp á íslenzltum heimilum, vilji ekki lesa íslenzkar bacjkur; enskar bækur, ensk tíma- rit og ensk blöð sitji ávalt í fyrir- rúmi fyrir íslenzku hjá þeim. Víst mun það satt vera, að þessar um- kvartanir séu ekki út í bláinn. En þær sanna hreint ekki það sem þær eiga að sanna, sem er, að íslenzkur æskulýður hér hljóti, af náttúrleg- um og óviðráðanlegum ástæðum, að verða fráhverfur lestri íslenzkra bóka. Þælr ástæður eru ekki til. Það eina, sem umkvartanir þessar verulega sanna, er okkar eigið tóm- læti í því að menta æskulýð okkar sem þarf, til þess að liann vilji lesa, og geti lesið sér til gagns, bækur á íslenzku máli. Það sem ætti að vera okkur áhugamál, er lítið. meira en varajátning. Þetta er vitanlega margrætt mál og óþarft að eyða miklu rúmi til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.