Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 132
98
TÍMARIT T.IÓfiRÆKNISKÉLAGS ÍSLENDINGA
þess að rita um það; en þó eru til
hliðar á því, sem hafa varla verið
nógu vel íhugaðar enn. Nóg hefir
verið sagt um skyldur forelara og
heimila, nóg um það, hvert metn-
aðarmál þetta ætti að vera okkur;
en um hlutverk félagsskapar okkar
yfirleitt og blaðanna í þessu efni,
liefir sjaldnar verið rætt og er þar
þó næsta nóg umræðuefni.
Hugsum okkur að einhver al-
ókunnugur maður kæmi hingað til
þess að kynnast okkur Vestur-
íslendingum og lífi okkar og hátt-
um öllum. Hvað myndi hann sjá
fyrst, sem vekti undrun lijá hon-
um? Ekki efnalega velgengni; því
hún hefir verið mjög orðum auk-
in, þótt hún sé eins mikil eða jafn-
vel meiri, en við er að búast. Ekki
heldur mentun eða verulega menn-
ingu; því í því efni liöfum við ekki
afrekaö neitt undravert, þó að við
höfum veriö fljótir að læra og taka
eftir öðrum, samlaga okkur hér-
lendu lífi, sem er líka nauðsynlegt
og óhjákvæmilegt. Eg heid hann
hlyti að undrast mest yfir því, hvað
við erum félagslyndir. Hann gæti
sagt eins og Páll postuli, þegar
liann kom til Aþenu og kvaðst sjá
á öllu að Aþenumenn væru miklir
trúmenn — hann gæti sagt: á öllu
sé eg að þið Vestur-íslendingar er-
uð félagslyndir menn; því í saman-
burði við mannfjölda eigið þið fleiri
félög en alt annað fólk, sem eg
þekki. Sannleikurinn er sá, að við
erum hvorttveggja í senn, manna
félagslyndastir og manna sundur-
lyndastir. Félögin, sem við höfum
stofnað — og sumum þeirra hefir
verið haldið við — eru svo mörg, að
það hefði verið sæmilega að verið,
þó við værum tífalt fleiri en við er-
um. En samtökin og samlyndið í
félögunum hefir oft verið með bág-
bornasta móti. Hefir þar komið
fram þetta, sem sumir hafa viljað
halda að væri einskonar ættar-
einkenni á okkur, sundurlyndi og
allmikil óbilgirni út af skoðana-
mun. En þrátt fyrir þetta hafa þó
víst vel flest af félögum okkar gert
eitthvert gagn og við höfum skilið
að félagsbundin samtök eru nauð-
synleg til framkvæmda í flestum
málum.
Verkefnin, sem félögin hafa með
höndum, eru margskonar og ólík.
Þegar um áhrif félaganna er að
ræða á þjóðrækni og viðhald ís-
lenzks máls, má alveg sleppa sum-
um félögunum, því starfsvið þeirra
er svo takmarkað, að um álirif er
ekki að ræða; svo er t. d. með félög
sem stofnuö eru í hagsmunalegum
tilgangi og mörg skemtifélög og
einnig þau, er fleiri en íslendingar
heyra til. — En flest félögin,
hvert sem þeirra aðalstarf er, geta
samt og eiga að hafa mikil áhrif á
menn til þjóðrækni. Því er ekki að
neita, að mörg þeirra hafa það; en
samt gæjtu þau eflaust gert meira,
ef leiðtogar þeirra allir vildu láta
ér skiljast, hver menningarauki
þjóðernismeðvitund og málið, nokk-
urnveginn rétt og óafskræmt, er
fyrir okkur.
Stærsti og margþættasti félagS-
skapurinn, sem við höfum stofnað
og liöldum við, er kirkjulegi félags-
skapurinn. Söfnuðurnir hér eru í
rauninni meira en trúarbragðaleg-
ur félagsskapur. Út frá þeim starfa