Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 135
AKFURINN
101
lenzkri þjóðræikni með skynsam-
legu vali íslenzkra bóka og veru-
lega áhugamiklum tilraunum til
þess, að glæða hjá almenningi
ræktarsemi við það, sem er ís-
lenzkt, skilning á sögu landsins og
bókmentum þess. Miklu meira
mætti gera í þessa átt en gert er,
einkum að því er æskulýðinn snert-
ir. Þessi marg-endurtekna við-
bára, að unglingar, sem hér alast
upp, vilji ekki lesa íslenzkar bæk-
ur, er notuð sem afsökun fyrir því
að ekkert er gert. Það er ekki nóg
að bækurnar séu til, það þarf að
koma þeim heim á heimilin; ætti
helzt að byrja á því að lesa valda
kafla úr beztu íslenzkum skáldrit-
um og fornsögunum fyrir unglinga
og skýra fyrir þeim um leið. Með
þeirri aðferð myndi margur ung-
lingurinn læra að meta íslenzkar
bækur og fá ást á æ^ttþjóð sinni,
svo að hann vildi vita eitthvað um
sögu hennar. En þetta verður ekki
gert nema að samtök séu höfð með
það; og einmitt til þess ættu lestr-
arfélögin að vera tilvalinn félags-
skapur.
Öllum er kunnugt að áhrif blaða
eru mikil. Það er ekki of djúpt í
tekið árinni, þó sagt sé að margt
fólk fái mestalla sína fræðslu úr
blöðunum og að allir sækja ein-
hverja fræiðslu í þau. Menn, sem
vilja hafa mikil áhrif á skoðanir
fólks í stjórnmálum, reyna oftast
að hafa blöð á sínu valdi, og liver
flokkur á sitt málgagn. Auðvitað
eru flest blöð eða eiga að vera
meira en málgögn. Þau flytja
fréttir og fræðslu af mörgu tagi og
skemta lesendum sínum. Þau beztu
þeirra reyna að vera eins marg-
hliðuð og þeim er unt. Flest það,
sem blöð flytja, heyrir að vísu ekki
undir varanlegar bókmentir; en
samt birta öll betri blöð margt, og
sumt af því í fyrsta skifti, sem til
bókmenta getur talist.
íslenzku blöðin hér vestan hafs
eru málgögn. Þau hafa fylgt fram
vissum stefnum í landsmálum, þau
hafa talað máli vissra stjórnmála-
flokka, og þau tala nú, þótt óbein-
línis sé, máli kirkjuflokkanna
tveggja, sem hér eru. Þetta er ekki
sagt blöðunum til lasts, heldur sem
sannleikur, sem öllum hlýtur reynd-
ar að vera ljós. En bæði íslenzku
vikublöðin hafa verið meira en mál-
gögn, enda þótt þeim hafi oft verið
borið á brýn einstrengingslegt
flokksfylgi. Þau hafa oftast veitt
öllu aðsendu viðtöku, frá hverjum
sem það hefir komið og um hvað
sem það hefir verið. Þrátt fyrir það
þótt margt hafi flotið með, sem
sjálfsagt hefði aldrei átt að birtast
á prenti, verður þetta að teljast
kostur, því það hefir gert blöðin
marghliðaðri en þau hefðu annars
verið. Það, að margt lélegt birtist,
er fremur að kenna óvandvirkni og
hirðuleysi ritstjóranna en þeirri
stefnu hlaðanna, að leyfa sem flest-
um að taka til máls um sem flest
efni.
Bæði blöðin hafa verið, eins og
líka var sjálfsögð skylda þeirra,
hlynt þjóðræknismálinu. Það má
ef til vill segja, að þau hefðu getað
unnið meira fyrir það mál; en því
verður ekki neitað með nokkurri
sanngirni, að þau liafa viljað styðja
það. Með því er þó ekki sagt, aö