Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 136
102
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNLSFÉLAGS ISLENDINGA
þau hafi gert alla skyldu sína í því
efni. Það er ekki nóg að blöðin séu
málinu hlynt og að við og við birt-
ist í þeim ritgerðir um þjóðræknis-
mál, og að þau tali hvatningarorð-
um til manna. Þau eiga að vera
fyrirmyndir að því er snertir mál og
mat á því sem ritað er. Ef það væri
ekki næstum mótsetning í orðun-
um sjálfum að tala um hin þögulu
áhrif blaðanna. mætti segja að þau
ættu að vinna rnest með sínum
þögulu áhrifum. Sé máliö á blöð-
unum sjálfum óvandaö, og birti
þau hvað eftir annað argasta leir-
burð í Ijóðagerð og illa samdar rit-
gerðir, má við því búast, að það
liafi slæ|m áhrif á lesendur þeirra
marga og sljófgi tilfinningu þeirra
fyrir fögru máli. Ekkert getur eins
göfgað og hreinsað mál almenn-
ings og það, að lesa að staðaldri
hreint og vel ritað mál. “List orðs-
ins”, svo eg noti orð eins bezta nú-
lifandi íslenzka skáldsins, er al-
mennust allra lista; að henni eiga
flestir aðgang, og í henni geta flest-
ir oröið þátttakendur, jafnvel í
mæltu máli. íslenzku vikublöðin
koma í hverri viku á hvert íslenzkt
heimili hér vestan hafs, og þaö
væru ekki smáræðis áhrif, sem
þau gætu haft, ef þau væru vel
vönduð að máli. Það er missltiln-
ingur að halda, að það standi á
sama, hvernig málið er á blöðun-
um, ef aðeins það skiljist, sem þau
hafa að flytja. Að vísu lærir eng-
inn málið af þeim, en ósjálfrátt
hljóta menn að verða fyrir áhrifum
frá því, sem þeir lesa stöðugt. Jafn-
vel auglýsingar ættu ekki að vera
illa þýddar, enda gerist þess engin
þörf. íslenzk tunga er nógu auð-
ug af orðurn til þess að á henni má
segja flest, sem segja þarf; en ef
orð brestur, er betra að nota hrein
ensk orð heldur en klúðursleg hálf-
ensk orð og blending, sem er ófag-
ur og ranglega myndaður sam-
kvæmt eðli málsins.
Blöð okkar hafa ekki verið næiri
nógu vel vönduð að máli, og áhrif
þeirra í þá átt að viðhalda réttu ís-
lenzku máli hér, hafa verið næsta
lítil; en í því hlýtur þó allmikill
liluti af þjóðernisviðhaldi okkar að
vera falinn. Þau liafa ekki gert
skyldu sína í því. Eg er sannfærð-
ur um, að ef þau breyttu sér til bóta
í þessu, þá myndi áhrifa þeirra
gæta áður en langir tímar liðu.
Um gagnrýni og val á efni mætti
og margt segja. Þar gæitu blöðin
og vandað sig betur, án þess að
breyta stefnu sinni, sem liefir verið
sú, að veita sem flestum aðgang að
þeim með skoðanir sínar, sem er
rétt stefna og góð, ef vel er með
farið. Enginn vafi er á, að sumt
af ljóðagerðinni ætti ekki að birt-
ast, vegna þess að hún hefir hvorki
hagmælsku né skáldskap að geyma.
Þetta tvent er sitthvað í íslenzkum
kveðskap. Það bætir ekkert úr,
þótt um eftirmæli og þess konar
tækifærisljóð, sem fólk langar til
að sjá á prenti, sé að ræða. Blöð,
sem aldrei styfégja neina kaupend-
ur, eru ekki líkleg til þess að gera
mikið gagn, hvorki í bókmentum
né öðru. Þá er og annar illur sið-
ur blaðanna, sem ætti að leggjast
niöur. Hann er sá, að hæla öllu,
sem út er gefið, hvaða handa-
skömm sem það kann að vera.