Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 140
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Kanske Hampdens líki leyni sér
und leiði hér, sem móti kúgun stóð,
eða Miltons jafni hvíli hér,
og hraustur Cromwell laus við morð og blóð.
Er gátu krafist hljóðs og hrifið þing
og hræddust ekki sókn né eftirmál,
en dreifðu blessun breiðan lands um hring,
og blessun tóku í laun frá hverri sál.
En fátæktin hún reisti skorður ramt
mót ráðum dygða sem mót glæpa slóð
og hefti morð til hásætisins jafnt
sem hitt, að neita um miskunn sinni þjóð.
Úr barmi sér að bægja sannleiks þrá
og brjóta af stofni hreinskilninnar rós
sem offrum staha heimsku og hroka á,
að hrúga og brenna þeim, við mentaljós.
Langt frá hópsins heimskulegu þrá,
— ei liugsun þeirra sneiddi krókaleið, —
unx afdal lífsins leiðum sínum á
Þeir látlaust gengu móti því sem heið.
Og til aö friða um þessa föllnu þjóð
sjást furukrossar reistir þar og hér,
með stirðum skurði og stömu broti úr óð
þeir standa og krefjast andvarps þess er sér.
Nafn og aldur stafað stirðri mund
og staðan, þarnæst kemur erfiljóð
og síðan helgur texti er temur lund,
hve taki dauða, góð og kristin þjóð.
Því hver er sá, er gleymsku gekk á vald,
með gleði og ótta hvarf um dauðans lilið,
og lét af dagsins ljúfu birtu hald,
að liti’ hann ekki í kveðjuskyni við?