Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 146
112
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
töku við þjóðlistasafnið. Inn á það
safn koma engir myndum nema
búnir séu að geta sér alveg sérstak-
an orðstír sem listamenn.
Myndin er ekki nýmáluð. Emile
kyntist Roosevelt forseta fyrir nær
tíu árum síðan. Var hann tíður
gestur á heimili þeirra hjóna og
málaði þar ýmsar myndir á land-
setri forsetans. Ein myndin hang-
ir í gestastofu á Sagamore Hill eft-
ir hann og heitir “Blossom time”.
“Roosevelt Haunts” er máluð fyrir
fjórum árum síðan. Hlaut liún
William O. Goodman verðlauna-
pening á listasýningu í Chicago ár-
ið 1921, og liefir hún síðan verið
liöfð til sýnis á ýmsum listasöfn-
um hér og hvar í Bandaríkjunum,
en nú síðast, eftir að Bandaríkja-
stjórnin keypti hana, hefir hún ve1'-
ið valin ásamt 29 myndum öðrum,
er allar þykja afbragð að einhverju
leyti, af “The American Federation
of Art”, til þess að vera sýnd á
lielztu listasöfnum álfunnar.
í sambandi við mynd þessa er
þess hvarvetna getið, að Emile sé
af íslenzkum uppruna. Hefir rnynd-
in þannig óbeinlínis vakið eftirtekt,
og það í sérstökum skilningi, á ís-
lenzkri þjóð meðal Ameríkumanna,
er þegar hafa haft eigi lítil kynni
né ring af hæfileikunum, er heim-
skautaþjóðin góða á yfir að ráða,
—■ þar sem dr. Vilhjálmur Stefáns-
son býr á meðal þeirra og hefir
aldrei farið dult með þjóðerni sitt.
Fleiri og fleiri eru þeir að verða
með ári hverju, er kynna þjóð vora
út -um heiminn og það á þennan
hátt, sem henni er til sæmdar.
Sannast sem fyr: “Byrði betri ber-
at maðr brautu at, en sé mannvit
mikit”. Meðan íslendingar fara
með það úr föðurgarði, eru þeir,
ekki allslausir.
Emile ber að þakka fyrir verkið.
Vonandi eiga honum eftir að hlotn-
ast margar slíkar viðurkenningar,
sem þessi, er honum hefir veizt á
þessu síðastliðna ári.
>