Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 147
Eftir Pál Bjarnarson.
Sigfús Blöndal: Is-
landsk_dansk Ordbog.
Fyrrihluti bókar þessarar, A—
leggingarbönd, er út kominn eftir
Sigfús Blöndal, bókavörð miklu
kgl. bókhlöðunnar í Höfn, og aðal-
samsömuði hans, frú Björgu Þ.
Blöndal konu hans, og þá málfræð-
ingana Jón Ófeigsson og Holger
Wiehe. Útgáfan er kostuð af rík-
issjóðum Danmerkur og íslands til
samans og er hin vandaðasta.
Bókin er í fjögra blaða broti,
10x11 þml. að stæfð, 480 bls., blað-
síðan tvídálkuð, með latínuletri.
Orð bókarinnar eru með feitu,
skýru letri, “bold face” eða álíka
stærðar, en skýringarnar eru með
smærra og grennra letri, “claren-
don”-letri, og bókstafir og tölur,
sem greina merkingar, eru æfin-
lega hið minsta ívið gildari en skýr-
ingarletrið og stinga vel af við það,
svo fljótt er að finna í bókinni.
Framan við orðin er bráðabyrgð-
ar-formáli, skrá yfir heimildir,
merki og skammstafanir, og loks
lykill að hljóðtáknum bókarinnar,
sem eru eftir Tousaint-Langen-
scheidtska framburðarkerfinu eða
lagað eftir því. Bókinni er ætlað,
samkvæmt formálanum, að gefa
yfirlit yfir orðaforða íslenzks
nútíðarmáls bælði í ræðu og riti,
sem sé frá 15. öld, að framburður
málsins breyttist í það, sem hann
nú er, til þessa tíma; nefnt er þar
orðasafn Björns Magnússonar 01-
sens, sérstaklega sem eitt af helztu
heimildarritum bókarinnar, og af
eldri óprentuðum söfnum safn
Hallgríms Schevings í Landsbóka-
hlöðunni í Rvík, svo og getið þess,
að allmörg rit 19. og 20. aldar hafi
verið orðtínd í bókina að öllu leyti
eða nokkru, en ekki nema einstöku
aðalrit 15.—18. aldar tekin til
greina.
Flest er gott um bók þessa að
segja.
Fæstar orðabækur ná yfir öll
orð tungu þeirrar, sem þær fjalla
um, og bókin á það að vísu sam-
merkt við þær, að hún tekur held-
ur ekki yfir öll orð íslenzkrar
tungu, þó það vitaskuld hefði verið
ákjósanlegast, en mesta sæg hefir
hún af þeim, um 45 þús., í þessum
parti, á að gizka af meðaltals orða-
fjölda af 5 opnum, teknum af
handahófi úr bókinni, og urmull af
sjaldgæfum orðum eru í henni;
orðum, sem maður, þ. e. a. s. þá
þessi og þá hinn, vissi ekki fyrri, og
mundi jafnvel líklegur til að for-
taka að til væru í málinu. Merk-
ingar orða eru skipulega raktar og
vandlega, eftir því sem þær kvísl-
ast út af frum- eða aðalmerking-
unum; víða eru tilfærð íslenzk
sam,heiti og orðunum síðan snarað
á lipra og gagnorða Dönsku. Merk-
8