Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 153
ÍSLENZK-DÖKqiv OBÐABÓK
110
prentvillur; eg hefi fundið aðeins
eina: drægju fyrir dregið, undir
“framúr”.
Framburðar-kerfi bókarinnar
minnir á liið Toussaint-Langen-
scheidtska kerfi, sem tíðkaðist
mikið í skóla-orðabókum þýzkum.
Hin íslenzku hljóð, sem ekki verð-
ur náð með dönskum bókstöfum,
eru gefin til kynna með sérstökum
táknum og í lyklinum leiðbeint
með hljóðin í þeim, með því að vísa
á það í dönskum orðum eða í aðr-
ar tungur, svo sem Þýzku eða
Ensku, sé hljóðið algengara þar.
Tilsögnin um framburðinn er í bók-
inni afar nákvæm og víst alstaðar
keiprétt. í stuttn mál er bókin af-
bragðs góð, hún er helguð minn-
ingu Björns Magnússonar 01sensr
er léði orðasafn sitt til hennar, og
heldur veglega uppi minningu
þessa mikilhæfa mentamanns.
Eins og liann var uppspretta mál-
fræðilegs fróðleiks, meðan hans
naut við, eins mun hún reynast
áreiðanleg lijálparhella öllum, sem
kynnast vilja íslenzku eða þurfa.
á henni að halda í ræjðu og riti„
lengi eftir að upplagið er þrotið„
sem sennilega flýgur út fyr en
varir.
La khdl Hsilkai mio
Gamanvísa eftir Pál skáld Ólafsson
(Vísu þessa eftir Pál heitinn ólafsson sagt5i oss Jón bóndi Sigurósson aó Geysir
í AlftavatnsbygÓ (frá Ketilsstöt5um í JökulsárhlítS). Páll átti flösku og haft5i rist nafn
sitt upp vit5 axlir á flöskunni, en nafn föt5ur síns nit5ur vit5 botn. Haft5i þa'ð svo at5
gamni, at5 hann drægi föt5ur sinn at5 landi, er hann tæmdi flöskuna nit5ur fyrir nafnit5
hans. Vísan er óvit5a til og hefir hvergi verit5 prentut5.
Eg stóð á þurru, faðir minn var á floti,
Fræklega dró eg karl úr greipum Ránar;
Lengi á eftir lá eg samt í roti
— Menn lögðu mér svo þetta út til smánar.