Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 155
Fjóiúóa áipg]þ)iimg| I>jó<S)raeK.inii§£@]l&|rfs
A
Islendiini^a í VesI\UiirF©iinniic
Eins og auglýst hafði verið í
"blöðunum, var þing þetta sett og
haldið í íslenzka Goodtemplara-
húsinu í Winnipeg, dagana 26. til
28. febr. s. 1.
Forseti félagsins, séra Jónas A.
Sigurðsson, setti þingið kl. 2.20 e.
h. hins fyrsta þingdags. Var fyrst
sunginn sálmurinn “Faðir and-
anna”, því næst las forseti biblíu-
texta, og séra Guðm. Árnason flutti
hæn.
Var þá tekið til þingstarfa. Rit-
ari las dagskrá þá, er auglýst liafði
verið í blöðunum, og var hún sam-
l>ykt, að því eina ákvæði viðbættu,
■að kosningar skyldu fara fram kl.
3 e. h. síðasta þingdag.
Þessi mál lágu fyrir þinginu:
Skýrslur embættismanna.
Grundvallarlagabreytingar.
Útgáfa lesbókar.
Stofnun söngfélags.
Samvinna og mannaskifti við ís-
land.
Sjóðsstofnun til íslenzkunáms.
Útgáfa Tímaritsins.
íslenzkukensla.
Útbreiðsla félagsins.
Ný mál og kosning embættis-
manna.
Forseti las ritaða skýrslu í á-
varpsformi til þingsins. Gerði hann
þar grein fyrir starfi sínu og fé-
lagsins á árinu. Gat liann þar með-
■al annars, að þrjár nýjar deildir
hefðu verið stofnaðar á árinu, og
gengið í aðalfélagið, ein á Gimli,
önnur í Selkirk, og hin þriðja ný-
stofnuð í Churchbridge. Þá hefði og
deild að Silver Bay, er nefndist
“Framtíðin”, beiðst upptöku í fé-
lagið, gegn því að ársgjaldið yrði
aðeins einn dollar á ári. Engin af
eldri deildunum hefðu fallið úr sög-
unni. Sumar deildirnar hefðu af-
kastað miklu á árinu í félags- og
kenslumálum, t. d. “Frón” í Win-
nipeg, “Fjallkonan” í Wynyard” og
“Harpa” í Winnipegosis. Frá öðr-
um deildum hefði hann færra
heyrt, en eflaust hefðu þær líka
unnið í sömu átt. Útgáfa Tímarits-
ins, sem væri eitt af aðalstörfum
félagsins, héldi áfram eins og að
undanförnu undir ritstjórn séra
Rögnv. Péturssonar. Væri til þess
vandað bæði að efni og frágangi.
Þá hefði og félagið lialdið uppi um-
ferðakenslu í Islenzku í Winnipeg
og ráðið til þess tvo kennara, og
auk þess veitt sunium deildum fjár-
styrk til samskonar starfa. Að
síðustu lagði hann til, að þingið
sæi sér fært að semja og samþykkja
tillögu, er gæfi erindrekum frá
deildum utan Winnipegborgar,
meiri þingréttindi og atkvæði í
málum félagsins en hingað til hefði
átt sér stað.
Þá gerði ritari stutta grein fyrir
störfum félagsins á árinu. Höfðu