Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 156
122
TIMARIT ÞJÓÐRÆKKISFÉLAGS ÍSLENDINGA
11 nefndarfundir verið haldnir, og
forseti sökum fjarveru og illrar að-
stöðu, aðeins getað setið þrja
þeirra. Tveir fundir voru ekki
beinlínis um félagsmál. Hinn fyrri
til undirbúnings samsæti, er tón-
listamanninum Percy Grainger var
lialdið á Ft. Garry liótelinu 7. marz
síðastliðinn vetur, og hinn síðari í
því skyni að stuðla að söngsam-
lcomum út urn bygðir og hér í borg-
inni. Af þeim sjö málurn, er síð-
asta þing afgreiddi, var eitt sett í
milliþinganefnd, en af hinum sex.
er nefndinni var falið að ráðstafa.
Lafa þrjú verið afgreidd; en þrjú af
eðlilegum ástæðum, verið geymd
þessu þingi til íhugunar. Er þar átt
við Lesbókina, Söngfélagið og
mannaskiftin við ísland.
Næst lagði féhirðir frarn prent-
aða fjárhagsskýrslu. Sýnir hún
meðal annars, að tekmhalli lítils-
háttar er á aðalreikningi félagsins,
sem þó er margsinnis jafnaður upp
með ágóða þeim, er auglýsingarnar
í Tímaritinu gáfu af sér. Sala
Tímaritsins á árinu borgaði ekki
heldur nándarnærri útgáfukostn-
aðinn, fremur en á undanförnum
árum. Þessi eini ábatasami tekju-
liður félagsins (auglýsingarnar),
er algerlega að þakka hinum frá-
bæra dugnaði féhirðis.
Þá las fjá'rmálaritari upp skýrslu
sína um meðlimatölu og innheimtu
á ársgjöldum félagsmanna. Höfðu,
innheimtur gengið tregt, sem sjá
má af því, að lítið yfir 200 dalir
hafa borgast í félagssjóð á árinu,
en það er helmingur þeirra árs-
gjalda, er greidd hafa verið, því
flestir félagsmenn standa í deild-
um, sem auðvitað halda helmingi
gjaldsins. Meðlimaskráin er prent-
uð í Tímaritinu eins og að undan-
förnu.
Að síðustu gaf Skjalavörður
skýrslu yfir seldar og óseldar bæk-
ur á árinu, og bar henni í öllum að-
alatriðum saman við fjárhags-
sltýrsluna.
Að loknum skýrslum embættis"
manna voru lesin upp símskeyti frá
Félagi íslendinga í New York, og
úvarp í óbundnu máli og ljóöurii
Í.Tá íþróttamanninum Jóhannesi
Jcsepssyni og Jóni bónda Stefáns-
syni.
Hófust því næst umræður út af
embættismannaskýrslunum. Voru
við þær gerðar lítilvægar athuga-
semdir, sení allar fengu fullnægj-
andi skýringar. Og voru þær síðan
samþyktar án frekari umsvifa.
Að þessu loknu var tekin fyrir
dagskráin, eins og hún er hér að
framan sýnd. Gekk það sem eftir
var dags í það, að ræða málin frá
ýmsum sjónarmiðum og skipa í þau
nefndir. Viljurn vér leitast við að
skýra frá afdrifum þessara mála í
sörnu röð og nefndirnar lögðu fram
álit sín. Kl. hálf-sjö var fundi
frestaö til næsta dags.
Kl. 8 að kvöldinu var aftur kornið
saman í efri sal Goodtemplarahúss-
ins. Flutti forseti félagsins, séra
Jónas A. Sigurðsson, langt og^
snjalt erindi unr íslenzkt þjóðerni
og þjóðararf, og viðhald þess vor á
rneðal. Þá söng ungfrú Rósa Her-
mannsson tvö íslenzk lög, “Sól-
skríkjan” og “Fuglar í búri”, eftir
Jón Laxdal. Var að öllu þessu
gerður hinn bezti rónrur, og forseta
greitt þakklætisatkvæði á þann