Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 159
FJÓRÐA ÁRSÞING
125
Rögnv. Pétursson, Árni Eggertson,
Á. P. Jóhannsson, Sveinb. Áranson
og Tliorst. J. Gíslason. Lagði hún
í stuttu máli til, að kosin sé þriggja
nianna milliþinganefnd, er hafi
þessi mál algerlega með höndum.
Var það samþykt og í nefndina
kosnir:
Séra Rögnv. Pétursson.
Séra Ragnar E. Kvaran og
Gísli Jónsson.
Þessi nefnd gerði og viðbót við
álit sitt, að stjórnarnefndinni sé
falið að leita upplýsinga um og sjá
um framkvæmdir viðvíkjandi
happadrætttismiðum þeim, er rit-
ara félagsins voru sendir frá' Stúd-
entaráði háskóla íslands. En þeir
eru gefnir út og þeim leyfð út-
breiðsla á íslandi í þeim tilgangi, a°
byggja stúdentagarð í Reykjavík
fyrir utanbæjar námsmenn. Var
það og samþykt. (Hefir nefndin
síðan leitað leyfis að selja miða
þessa, en verið þverneitað, með því
að landslög Canada harðbanna lott-
erí og happadrætti af öllum teg-
undum.)
í kenslumálanefnd voru þeir Á.
P. Jóhannsson, G. J. Húnfjörð, Svb.
Árnason og séra Guðm. Árnason.
Lögðu þeir fram langt nefndarálit,
er lýsir ánægju yfir öllum þeim til-
raunum, er hingað til hafa verið
gerðar til viðhalds íslenzkunni hér
vestra, bæði í Þjóðræknisfélaginu.
Jóns Bjarnasonar skóla og annars-
staðar, og leggur til að nefndinni
sé falið að stuðla að því af fremsta
megni, að íslenzkukenslu sé haldið
á'fram eins og að undanförnu. Enn'
fremur bendir hún á, að æskilegt
iræri, að íslenzk börn héðan úr
bænum gætu fengið sumarvistii
lijá íslenzkum bændum úti í bygð-
um, þar sem ekkert nema íslenzka
er töluð á heimilunum. Þá skorar
hún og á deildir víðsvegar, að vinna
af kappi að íslenzkukenslu, hverja
i sínum verkahring. Ennfremur að
nefndin leitist við að fá því fram-
gengt, að íslenzka verði viðurkend
sem kenslugrein við háskóla Mani-
toba.
Nefndarálit þetta var samþykt í
einu liljóði, án frekari umræða.
í Tímaritsnefndinni voru: Á. P.
Jóhannsson, Ásgeir I. Blöndal, J. J.
Bíldfell, ungfrú Hilaðgerður Krist-
jánsson og Hjálmar Gíslason.
Lagði hún fram stutt nefndarálit,.
er fer þess á leit, að nefndin hafi
með höndum útgáfu Tímaritsins,
útbreiðslu þess og sölu, eins og að
undanförnu, og ráði liinn sama rit-
stjóra fyrir næsta ár, séra R. Pét-
ursson. Var það í þrem liðum og
samþykt óbreytt lið fyrir lið.
Nú var klukkan orðin þrjú eftir
hádegi, og fóru þá fram kosningar
embættismanna.
Fyrir forseta var stungið upp á
séra Jónasi A. Sigurðssyni, séra R.
Péturssyni, J. J. Bíldfell og séra A.
E. Kristjánssyni
Þeir séra Rögnv. Pétursson og J.
J. Bíldfell skoruðust undan að taka
kosningu, og fór því atkvæða-
greiðslan fram um þá tvo, séra
Jónas og séra Albert. Fóru atkvæði
þannig, að séra Albert E. Kristjáns-
son var kosinn forseti með tveim
atkvæðum umfram séra Jónas A.
Sigurðsson.
Varaforseti: Árni Eggertsson
(endurkosinn í einu hljóði).
Skrifari: Gísli Jónsson (endur-
kosinn í einu hljóði).