Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 162
12S
TIMAHIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mætti áorka íslenzku þjóðerni til
viðhalds, því kunnugt væri, að
hann væri liér fæddur og uppalinn
og mentaður á/ þessa lands vísu.
Að fyrirlestrinum loknum söng
ungfrú Rósa Hermannsson aftur
“Sólskríkjan” og “Fuglar í búri”,
og lék systir hennar, Mrs. ísfeld, á
hljóðfæri með henni.
Var þá sett fundarhlé og tekið á
móti nýjum meðlimum í félagiö.
Þvínæst hófust umræður á ný um
óafgreidd mál, er að framan er frá
skýrt. Var þá og margt talað um
samvinnuviðleitni við önnur ís-
lenzlt félög, t. d. Stúdentafélagið.
Voru þó engin ákvæði tekin önnur
en þau, að fela nefndinni allar slík-
ar framkvæmdir.
Æfigjöld og æfifélagar: G. J.
Húnfjörð hafði áður vakið máls á,
að ákvæði væru gerð um þetta at-
riði. Gerði nú Fred Swanson þá
viðaukatdlögu við 4. grein 3. kafla
grundvallarlaganna, að “æfifélag-
ar geta þeir gerst, er greiða félag-
inu í eitt skifti fyrir öll 10—25 doll-
ara í félagssjóð”. Skal næsta þingi
falið að ákveða upphæðina eftir
samkomulagi, ef breytingin að
öðru leyti yrði samþykt.
Þá var fráfarandi forseta og
skrifara greitt þakklætisatkvæði
fyrir störf þeirra á þinginu.
Séra Guðm. Árnason kvaddi frá-
farandi forseta í nafni þingsins með
nokkrum vel völdum orðum.
Forseti þakkaði þá þinginu og
nefndinni fyrir samvinnuna og
kallaði á nýja forsetann og setti
hann inn í embættið. Nýi forset-
inn ávarpaði þingið með nokkrum
orðum og óskaði eftir góðri sam-
vinnu á árinu, er í hönd færi.
Fyrv. forseti kvaddi þá þingheim
og bað alla að syngja að endingu
ltvæðið: “Ö, fögur er vor fóstur-
jörð.”
Að því búnu sagði hann þingi
slitið.
Gisli Jónsson, ritari.
Þjóðræknissamtök íslendinga í Vesturheiirti.
Framhald ritg-erðar þessarar keinur ekki að þessu sinni í “Tímaritinu”. Eru
til þess sérstakar orsakir, er eigi verða tilgreindar Ihér. Að likindum heldur rit-
gerðin áfram í næsta árgangi. Afleitar skekkjur urðu í þeim hluta ritgerðarinnar
er birtist í síðasta ái'gangi- Lökusit var sú, að þremur línuin, er standa áttu
neðst í öðrum dálki, hls. 111, var skotið undir fyrri dálkinn. Linurnar eru þess-
ar. “ið Ameríku í júní, og að það er vafalaust, að hinir íslenzku landnámsmenn á
þessari öld stigu” o. s. frv- Þetta eru lesendur beðnir að afsaka og færa á hægra
veg.