Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 52
34
T'ÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLFNDINGA
svarar fá ok hló við ok gekk í
brott.” (Ó. s. h. bls. 2). Þetta á
að hafa gerst, þegar hann var 10
ára gamall.
Ætla má að Ólafur hafi notið
svipaðs uppeldis og títt var um
jafningja hans á þeirri tíð. Hann
lærði frumatriði skáldskaparlistar
og iðkaði hana allmikið síðar meir.
Enn eru til nokkrar vísur eftir
hann (Sbr. Finnur Jónsson: Bók-
mentas. íslendinga, Khöfn 1904—
5, bls. 62). Einnig lærði hann tré-
skurð og varð hagleiksmaður í
þeirri grein. í sögu hans getur um
herskip eitt mikið með konungs-
höfði í stafni er Ólafur hafði skor-
ið. Þá má svo sem geta nærri, að
eigi var vanrækt að kenna konum
vopnfimi og aðrar íþróttir, sem
einn konungsson máttu prýða, og
mun síðar nánar frá því sagt. Ól-
afur var bráðþroska “snimma
görvilegr maðr, fríðr sýnum, með-
almaðr á vöxt; vitr var hanri
snimma ok orðsnjallr” (Ó. s. h
bls. 1).
Að skapgerð og uppeldi var Ólaf-
ur því vel til foringja fallinn. Leik-
ur enginn vafi á því, að honum var
friðsamt bændalífið lítt að skapi,
fanst það dauflegt og þreytandi.
Dáðalíf og æfintýra var yndi hans.
Tólf ára að aldri hélt hann í fyrstu
víkingaferð sína undir forystu
Hrana konungsfóstra, er var þaul-
reyndur í víkingaferðum. Reynd-
ust þeir fengsælir vel.
Árum saman var Ólafur nú í
víkingaferðum víða um höf. Lá
leið hans til Danmerkur, Svíþjóð-
ar, Finnlands, Norður-Þýzkalands,
Hollands, Englands, Frakklands og
allar götur til Spánar. Hann vann
marga stórsigra og vann sér bæði
auð og frægð. Var hann á ferð
fram með Spánarströndum á leið
til Landsins helga, að því er sag-
an segir, þegar sá atburður gerð-
ist, sem honum kom til að snúa
heim á leið til Noregs. Lá hann
með skip sín í Karlsánni (þ. e.
Guadalquivir fljóti á Spáni) og
beið byrjar; en bezt er að segja
framhald sögunnar í orðum Snorra:
“Þá dreymdi hann (Ólaf) að til
bans kom göfugligr maðr ok þekki-
ligr ok þó ógurlegr, ok mælti við
hann, bað hann ætlan þeirri hætta
at fara út í lönd: Far aftr til óðala
þinna, því at þú munt vera konungr
yfir Noregi at eilífu. Hann skildi
þann draum til þess, at hann mundi
konungur vera yfir landi ok hans
ættmenn langa æfi." (Ó. s. h. bls.
16.)
Það ætla fræðimenn, að hér sé
um munnmælasögu eina að ræða.
Engu að síður hætti Ólafur við
Jórsalaferð sína og hvarf aftur til
Normandi; kom hann til Rúðu-
borgar (Rouen) haustið 1014. Var
honum þar vel fagnað og dvaldi
hann þar vetrarlangt. Á ferðum
sínum hafði hann haft mikil mök
við kristnar þjóðir og kynst sið-
um þeirra og háttum; hafði hinn
nýi trúarboðskapur fest djúpar ræt-
ur í hjarta hans. Samkvæmt frá-
sögnum normandiskra annálaritara
var Ólafur skírður í Rúðuborg.
Sumir fræðimenn eru þó þeirrar
skoðunar að hann hafi þar fermdur
verið, en eigi skírður, með öðrum
orðum, að hann hafi áður verið