Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 147
NELLIE
17
að á sléttunum væri einhver strjál-
ingur af sléttuhérum. Þeir eru
hver fótfráustu dýr. Einn daginn.
sem við vorum á sléttum þessum,
sáum við héra. Hann var töluvert
langt frá okkur er við sáum hann
fyrst. Ekki leið á löngu áður en
Nellie kom auga á hérann. Þaiit
hún á eftir honum. Hlupu þau nú
bæði alt hvað af tók. Man eg ekki
eftir að hafa séð fótfrárri dýr um
dagana, en Nellie og hérann,. Tölu-
vert löng stund leið, þar til liún
náði héranum. Færði hún okkur
veiðina. Ervitt átti hún með að
bera hérann svo hún drægi hann
ekki. Bæði var hann stór og þung-
ur, en hún móð eftir hlaupin. Þótti
öllum, er sáu, þetta vera afreks-
verk.
Þegar til Roseau-bygöarinnar
kom, var þar fátt til veiða. Eitt-
hvað var þó þar af smádýrum, en
varla að kanína sæist. Aftur var
þar heilmikið af óþefjum. Þegar
Nellie sá þá fyrstu, þaut hún á
eftir henni strax. Óþefjan er ekki
hlaupadýr, en getur samt varið sig
fyrir öðrum dýrum, þótt hvorki
geri hún það með klóm eða kjafti.
Geta þær sprautað frá sér vökva,
sem svo mikill óþefur er að, að
fæst dýr geta staðist lyktina. Fékk
Nellie áð kenna á þessu varnar-
meðali óþefjunnar. Man eg, að þá
heyrði eg Nellie fyrst og síðast
kveinka sér. Ekki leið þó á löngu
þangað til hún stökk á óþefjuna
aftur. Varð liún þá alt í einu það,
sem við héldurn að hún ætti ekki
til í eöli sínu: grimmur hundur.
Urraði hún og beit óþokkadýrið.
En þegar dýrið var dautt, vildi hún
hvorki færa okkur það eða snerta.
Ellefu óþefjur vissum við til að
hún dræpi; en bara sú fyrsta hafði
tækifæri til að koma fyrir sig
vörn.
Eftir að fyrsta árið var liðið, sá-
um við ekki þessi óþverradýr á
landi okkar, né í nágrenninu. Þökk-
uðum við Nellie það.
Við áttum Nellie lengi, og ólum
upp undan henni tvo hunda. Voru
þeir líkir henni í vaxtarlagi og eins
á lit. Þeir hlutu báðir sama nafn:
Brown.