Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 27
SIGURÐUR NORDAL
9
hinu megin leikur tilfinninga og
hugar, svölun hamingjuþrárinnar,
lífsnautnin.
En það er til marks um styrk
Nordals, að þrátt fyrir hina miklu
þenslu sálarinnar á þessum árum,
fer hann ekki í mola, heldur ber
hver grein sálarlífsins um sig
þroskaða ávexti.
Hann gefur út Orkneyingasögu
eftir öllum kúnstarinnar reglum
og semur doktorsritgerð sína um
Ólafs sögu helga. Mig minnir hann
segði einliverntíma við mig, að all-
ur vandinn við að semja slíka rit-
gerð væri fólginn í nægum tíma
og nógri þolinmæði. En ritgerðin
er meira en tími og þolinmæði sam-
anlögð. Hún er Grettistak greind-
ar og hugkvæmni, enda hratt hún
úr stíflum fyrir heilu flóði af rit-
gerðum um konungasögurnar. Og
menn lesi dóm B. M. Ólsen í Skírni
(1915) til að sjá, hvert álit fræði-
mennirnir höfðu á hinum unga
vísindamanni.
Þá er að líta á andstæðuna:
skáldskapinn. Hann er ekki mikill
að vöxtunum, það sem séð verður;
enginn veit hvað lent hefir í papp-
írskörfunni, eða liggja kann í skrif-
borðsskúffum höfundar.
Tvö kvæði, tvær smásögur, og
nokkur brot, — þetta var alt og
sumt, sem tímaritin höfðu flutt
mönnum áður en “Fornar ástir”
komu út. Þar bættist mönnum tvær
smásögur með nýabragði; aðra
þeirra telur Árni Pálsson “eina hina
meistaralegustu smásögu, sem sam-
in hafi verið á vora tungu”.
Langtum merkilegust eru þó
ljóðabrotin í óbundnu máli, sem
höfundur kallar “Hel”. Merkilegust
bæði að efni og formi. Með forminu
markar h'öfundur nýtt spor í ís-
lenzkum bókmentum, þótt fáir hafi
enn gerst til þess að fylgja honum
(Jón Thoroddsen yngri). Og þess
er vert að minnast hér — af því
að höfundur hefir á síðari árum
mætt aðkasti nokkru frá sumum
mönnum fyrir innilokunarstefnu í
íslenzkum menningarmálum — að
með þessari bók veitir hann
straumum samtíma-menningar Ev-
rópu inn í landið og hlaut þá ámæli
sumra fyrir, ef trúa má Árna Páls-
syni (í Skírni 1920):
“Eg hefi heyrt menn kasta því
fram, að þessi bók væri óíslenzk.
Sá dómur er ekki viturlegur, en hitt
er satt, að bókin er óvenjuleg og
nýstárleg. Hún er hugsuð og samin
á suðurvegum, og yfir beztu köfl-
um hennar leikur hreinn og sval-
andi andblær erlendrar menningar.
En óíslenzk verður hún ekki fyrir
það. íslenzk menning og erlend eru
af einni rót runnar og af erlendri
menning höfum vér altaf auðgast
og hljótum vér altaf að auðgast. . .
Hér kemur utan- úr heimi íslenzkur
rithöfundur, sem hefir kunnað að
læra og þess vegna kann frá mörgu
að segja. Nálega hver setning í bók
hans er mótuð af sjálfstæðri per-
sónulegri hugsun og þar að auki
rituð af varkárni og nákvæmri al-
úð við íslenzkuna. Engin sú hugsun,
sem íslendingur getur hugsað og
sagt á móðurmáli sínu, er óís-
lenzkuleg.’’
Eg get ekki stilt mig um að
benda á höfunda þá, er Nordal
kveðst hafa átt sálufélag við með-
an hann samdi Hel: “Ef eg á að
telja þá höfunda, sem eg var hrifn-