Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 123

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 123
ÁRSÞING 105 unnu, og safnast hafa til feðra sinna, er hér minst með þakklæti og náunga þeirra með hluttekningu. Taugin við ættjörðina er til muna treyst við hverja komu góðs og glæsi- legs manns hingað vestur. í fyrra var það fræðijöfurinn í hópi þeirra, sem eru á miðju aldursskeiði, Árni Pálsson. Nú er hér vestra á ferð meðal vor einn hinn ágætari meðal yngri söngvara lands- ins, Sigurður Skagfield, glæsilegur radd- maður, sem hertekið hefir hugi flestra, er hlýtt hafa á hann. Um leið og við það er hreinskilnis- lega kannast, hve margt er ógert eða hálfgert í öllu starfi félagsins, þá er ekki ósanngjarnt að bera það í huga, að alt félagsstarfið er unnið í hjáverkum af mönnum, sem eru önnum kafnir við dagleg störf og háðir ýmsum vandkvæð- um. Þeim er falin úrlausn vandamál- anna, framkvæmd þess alls, er gera þarf, og endurgjaldið einatt andúð og aðfinningar. Þrátt fyrir það ber að halda í horfinu ósleitilega og ugglaust. Þrátt fyrir drengilegan skoðanamun, sem er réttmætur á hverjum mannfundi, skulum vér allir af fremsta megni leit- ast við, að kærleikur vor til góðs máls og heilags feðraarfs, aftri öllum sundr- ungaröflum í sálum vorum, er sitjum þetta þing. Því tjónið af öllu slíku lend- ir ávalt, ekki á einstaklingum, heldur á félagsskapnum, sem vér allir viljum vinna sem mest gagn. Helzt vildi eg óska, að þing vor og samstarf alt mætti þroskast að vizku og umburðarlyndi, unz þing Þjóðræknisfé- lagsins yrði arfþegi hins forna Alþingis á Þingvöllum, — miðstöð mannvits, rétt- vísi, íþrótta og alls andlegs atgervis meðal Islendinga vestan hafs. En til þess þarf þing að sitja lengur á rök- stólum og aðkomumenn og fulltrúar að eiga athvarf á þingstaðnum. Eitt á eg ósagt, sem eg mælist til að enginn misskilji, en tekið sé þó til greina: Eg er með öllu ófáanlegur til að halda áfram sem forseti félagsins ár- ið, sem í hönd fer. En hvorki stafar þetta af hugarfarsbreyting hjá mér, né vanþakklæti til þjóðræknismanna, sem hafa um langt skeið sýnt mér traust. Eg er jafntrúaður á þörf og þýðingu þjóðræknisstarfsins nú sem í öndverðu. Á það hefir verið bent, hvers virði trúin er á ættjarðarást og þjóðrækni. Má í þvi efni vitna til Cromwells á 17. öld og Mahatma Gandhi í vorri samtið. Trúi maðurinn, sem berst fyrir einhverju, fyllilega á málstað sinn, sé hann alveg viss um réttmæti og sannleik þess er- indis, er hann flytur, skoði hann sig í fylstu alvöru erindreka æðra valds og kraftar — þá sigrar hann, 1 því er fólg- ið það afl, er sigrað hefir í baráttu mannanna. Fyrir það hafa þjóðirnar sigrað og stórmál mannkynsins fengið framgang. Þá gengur maðurinn óskelfdur að verki. Þá telur hann enga fórn um skör fram. Þá er hann ekki lengur félagsleg- ur einstæðingur, þótt örðugt gangi og fylkingar þynnist um hríð. Hann seil- ist ekki eftir hásætinu og flýr ekki fangelsið. Þegar vér íslenzkir þjóðræknismenn eignumst þá trú, hvað snertir arfinn ís- lenzka, þá opnast augu annara og fé- lagsstarf vort hlýtur að sigra. “Sannleik veittu sjálfur lið, sjálfur þorðu að liða.” í þeim anda og með þeim orðum set eg þetta tólfta ársþing Þjóðræknisfé- lags Islendinga í Vesturheimi. pt. Winnipeg, Man., 25. febr.1931 Jónas A. Sigurðsson. B. B. Olson bað þingheim að standa úr sætum sínum til þess að votta for- seta þakklæti sitt fyrir hið ítarlega er- indi. Urðu alilr fundarmenn við þeim tilmælum. B. B. Olson stakk upp á að forseti skipaði þrjá menn í kjörbréfanefnd. Ásg. Bjarnason studdi og var tillagan sam- þykt. Forseti skipaði þessa menn: O. S. Thorgeirsson, B. B. Olson og Bjarna Dal- man. B. B. Olson gerði tillögu um, að for- seti skipaði þriggja manna dagskrár- nefnd. Mrs. Byron studdi. Var till. sam- þykt. Forseti skipaði þessa menn: Áma Eggertsson, Jónas K. Jónasson og R. E. Kvaran:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.