Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 121
ÁRSÞING
103
öllu; og- hefi eg ekki þegið neitt fé úr
sjóði félagsins til Islandsferðar.
Annars er mér kunnugt um, að for-
maður Heimferðarnefndarinnar gerir nán-
ari grein fyrir heimferðinni, viðtökunum
á Islandi, og öðru, er þau efni snerta.
Kemur sú ritgerð i Tímaritinu, er menn
fá í hendur meðan á þessu þingi stendur.
En ekki má eg skiljast svo við þessi
orð um íslandsferðina, að þingið sé ekki
hvatt til að þakka þjóð og stjórn Islands,
og þá einkum Alþingisnefndinni, þann
bróðurhug og þá sæmd, er Islendingum
vestan hafs var sýnd við heimsóknina.
Það eru forréttindi þingsins, fremur en
Heimferðarnefndar eða stjómar, sem er
það mál æði skylt.
Þá sæmdi Háskóli Islands átta Vest-
ur-íslendinga doktors-nafnbót í sambandi
við Alþingishátíðina. Lætur að líkindum,
að við veitingu þeirra nafnbóta hafi
einkum verið tekið tillit til, hve góðir
Islendingar og þjóðræknir þeir menn
hafa reynst hér, er sæmdarinnar urðu
aðnjótandi. Fimm þeirra tilheyra að vísu
Þjóðræknisfélaginu, en þrír standa með
öllu utan þess félagsskapar. En þess ber
að geta, að Þjóðræknisfélagið og stjórn
þess átti engan hlut að vali þeirra manna
úr hópi Islendinga hér vestra, er há-
skólinn kaus að sýna þenna heiður. En
ekki veitti háskólinn neinum öðrum Is-
lendingum utan Vesturheims, af þeim
fjölda ágætra manna, er þeir eiga heima
og erlendis, né heldur erlendum höfð-
ingjum, slíka viðurkenning. Er það óræk-
ur vottur um hugarþelið heima í garð
vorn hér.
Af fulltrúum erlendra þjóða, fylkja
og ríkja á Alþingishátíðinni, voru níu
Vestur-Islendingar, þó ekki ávörpuðu
þeir allir þann þingheim. En enginn Is-
lendingur búsettur með öðrum erlend-
um þjóðum en hér vestra, mun hafa
farið með slík erindi á Þingvöllum.
Nefna rrá einnig sem sæmdarvott af
hálfu Islands, bókina ‘‘Vestan um haf”,
er gefin er út af opinberu fé, sem viður-
kenning á bókmentaiðju Islendinga hér,
hvað sem annars má um þá bók segja.
Auk þess hafa komið út á árinu tvær
bækur með þýðingar íslenzkra Ijóða, er
báðar eiga uppruna sinn hér vestra.
Tæplega hefir þeim verið fagnað tveim
höndum, og eflaust má að þeim finna.
En með þeim miðar þó í áttina fyrir
oss Islendingum. Og jafnvel íþróttamað-
urinn byrjaði að ganga hrasandi barn.
Þá er bók Sveinbjarnar Johnson'.;
“Pioneers of Progress” — að mestu
þýðing á sögufyrirlestrum Jóns heitins
Aðils.
Einkum mun þó ástæða fyrir þetta
félag að fagna, ef útgáfa á íslenzkum
bókum fyrir æskulýð vorn, gæti bætt
þar úr brýnni þörf. Hefi eg þar í huga
sögur dr. Sig. Júl. Jóhannessonar, ný-
útkomnar, sem eg hefi þó ekki séð. En
mætti nú ekki segja, á máli barna og
unglinga, úrvals kafla úr gullaldar-bók-
mentum vor Islendinga, sögu, þjóðsögum
og ljóðum ?
Hér finst mér eiga við að geta þess,
að einn hinna yngri vestur-íslenzku
mentamanna, dr. Richard Beck, ritar mér
fyrir skömmu: “Rétt nýlega flutti eg
hundraðasta fyrirlestur minn um íslenzk
efni og ísland, síðan í ársbyrjun 1924.
Þannig rejmi eg að sýna þjóðrækni
mína i verki.” Mér finst ekki með öllu
óþarft að benda yður á slíka alúð, sem
þessa, við útbreiðsluna á íslenzkum
fræðum.
* ¥ *
Auglýst hefir verið lögum samkvæmt,
áætluð dagskrá. Tel eg það tímatöf að
fjölyrða hér um þau mál, er árum sam-
an hafa verið höfuðmál þinga vorra, ná-
lega jafn sjálfsögð viðfangsefni sem
þingsköp og kosningar. I flestum þeirra
er og viðhorf vort ákveðið, og kemur hér
einkum til greina greiðasta leiðin til
framkvæmda.
Af föstum málum félagsins er tlt-
breiðslumálinu skipað í öndvegið. Er
það eitt hið óskiljanlegasta í eðli Is-
lendinga hér vestra, að þeir skuli ekki
fylkja liði um hugsjón Þjóðræknisfélags-
ins. írtgjalda minni getur enginn félags-
skapur verið. Og þeir, sem betur vita
um framkvæmdir félagsstarfsins eða
meira geta en starfsmenn liðinna ára,
ættu að sýna trú sína i verkinu, ganga
í félagið með umbætur sínar og áhuga
sinn. Ef allir vilja vera Islendingar, ef
sæmd er að því ættarnafni, ef heimferð-
in sannfærði jafnvel þá, er öndvegin