Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 138
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
2. liður sömuleiðis.
Við 3. lið gerði R. P. þá breytingar-
tillögu að fella niðurlagið niður: “Þó
sé ekki” o. s. frv., til loka greinarinnar.
Sú tillaga var samþykt. Síðan samþykt-
ur liðurinn með á orðinni breytingu.
R. P. lagði til að fella niður 4. lið.
Sú tillaga var samþykt.
5. liður samþyktur, og síðan nefndar-
álitið með á orðnum breytingum.
Sýningarmál tekið fyrir. Kristján
Bjarnason flutti eftirfarandi nefndar-
álit.
Nefndin leyfir sér að leggja fram eft-
irfarandi tillögur:
1. Að nefnd sú, sem kosin var á síð-
asta þingi, haldi áfram störfum sínum
og hafi vald til þess að bæta sjálf við
sig meðlimum, ef hún telur þess þörf.
2. Að þingið mæli með því við Þjóð-
ræknisdeildir viðsvegar um land, að þær
verði nefndinni hjálplegar.
3. Að þingið heimili stjórnarnefndinni
að leggja sýningarnefndinni til fjár-
styrk, — ef þörf gerist.
P. K. Bjarnason.
S. B. D. Stefánsson.
Guðrún H. Johnson.
Ákveðið var að ræða nefndarálitið lið
fyrir lið.
Mrs. P. Swanson og J. J. Bíldfell
lögðu til að samþykkja fyrsta lið, og
var það gert.
Sömu lögðu til að samþykkja 2. lið.
Samþykt.
R. E. Kvaran lagði til að 3. lið væri
vísað til fjárhagsnefndar. J. J. Bíldfell
studdi. Samþykt.
Bókasafnsmál tekið fyrir. ö. S. Thor-
geirsson las upp eftirfarandi nefndarálit:
Nefnd, sem skipuð var til þess að at-
huga bókasafnsmál Þjóðræknisfélagsins,
hefir komið sér saman um eftirfarandi
álit:
Vér álítum, að hér sé um eitt allra
mesta nauðsynjamál að ræða, sem ætti
að geta orðið þjóðræknismálum vorum
til varanlegrar blessunar í komandi tíð.
Eins og nú er ástatt, eru hér tvö ís-
lenzk bókasöfn i Winnipeg. Annað til-
heyrir Jóns Bjarnasonar skóla, og er á-
litlegur bókakostur; hitt er bókasafn
þessa félags. En því miður mun hvorugt
þeirra vera nægilega stórt til þess, að
það svari kostnaði að opna þau fyrir
almenning til útlána.
Viljum vér leyfa oss að benda þing-
inu á, hve æskilegt væri, að samningar
gætu tekist með þessum tveim bóka-
söfnum.
Vér leggjum til að kosin sé þriggja
manna nefnd í bókasafnsmálið, og sé
henni falið að leita samninga við stjórn-
arnefnd Jóns Bjarnasonar skóla, um
sameining þessara tveggja bókasafna,
almenningi til afnota, og félagsstjórn
vorri gefið vald til þess að gera fulln-
aðarsamninga við skólaráðið um sam-
steypuna.
Takist ekki sú sameíning, þá sé nefnd-
inni, í samráði við stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins, falið að opna bókasafn-
ið til útlána á næsta hausti, og það
starfrækt samkvæmt reglugerð bóka-
safnsins, sem prentuð er í 10. árg. Tíma-
ritsins á bls. 108.
A þjóðræknisþingi 26. febr. 1931.
Ólafur S. Thorgeirsson.
Jódís Sigurðsson.
Á. Sædal.
Er hér var kom’ð, var þingfundi frest-
að til kl. 10 næsta dag.
¥ ¥ ¥
Fundur var settur kl. 10 árdegis 27.
febrúar. Fundargerningur lesinn og sam-
þyktur.
Arni Eggertsson dró athygli þing-
heims að íslenzkum fána, er herra Har-
aldur Árnason, kaupmaður í Reykjavík
hefði beðið sig að færa félaginu að
gjöf.
Rögnv. Pétursson lagði til, að Á. E.
væri beðinn að færa H. Á. þakklæti fé-
lagsins. B. Dalman studdi, og var tillag-
an samþykt með öllum atkvæðum.
Forseti gat þess, að sér hefði borist
nokkurskonar skýrsla frá deildinni í
Churchbridge í einkabréfi, og gæti hann
N