Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 131

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 131
ÁRSÞING 113 hefði leyft innflutning á þeim tollfrítt. Sum rúmin sagði hann að væri nú þegar farið að nota í skólanum á Laugavatni. Séra Jónas A. Sigurðsson kvaðst vilja bæta því við, að jafnframt fjármálahlið- inni væri önnur til, er að endurminning- unum lyti, er yrði aldrei fullborguð. Spít- alavistin hefði verið trygging gegn því, að nokkur hefði þurft að vera húsnæð- islaus. Sagðist hann vona, að öll misklíð legðist nú niður, og skoraði á þá, sem viðstaddir voru, og eigi væru meðlimir Þjóðræknisfélagsins, að ganga í það. Næst tók til máls Mr. Þorgils Ás- mundsson. Kvaðst hann standa í þakk- lætisskuld við íslenzku þjóðina, fyrir við- tökurnar heima, og Heimfararnefndina, fyrir undirbúningsstarf hennar. Kvaðst. hann vilja bjóða nefndinni sinn skerf af afslættinum, til hvers sem hún vildi nota hann. Mr. Christian Siverts bar fram tillögu þess efnis, að fundurinn votti Heimfar- arnefndinni þakklæti sitt og traust, og að aðgerðir nefndarinnar viðvíkjandi kaupum á húsgögnum til afnota fyrir Vestur-Islendinga í Landsspítalanum, og útgjöldum í sambandi við það, séu sam- þyktar. Tillagan var studd af Þorgilsi Ásmundssyni og samþykt í einu hljóði. Mr. Sigmundur Laxdal talaði nokkur orð um starf Heimfararnefndarinnar, og lauk lofsorði á það. Lagði hann til að nefndinni væri gefin full heimild til að nota afsláttinn eins og henni þóknaðist og þætti með þurfa. Mr. Árni Eggertsson studdi tillöguna °S gaf um leið nokkrar skýringar við- víkjandi sölulaunum og lagaákvæðum I sambandi við þau. Hr. Þorsteinn Gíslason las og einnig tillögu, sem var sama efnis og tillaga Laxdals. Var svo gengið til atkvæða um tillögu Laxdals og Á. Eggertssonar og var hún samþykt í einu hljóði. Gerði þá Sigm. Laxdal tillögu, sern var studd af séra Jónasi A. Sigurðssyni, úm að fundi væri slitið, og var hún samþykt. Pundi slitið. Guðm. Arnason, ritari. Um kostnaðinn I sambandi við verú hátíðagesta þeirra, er á vegum heim- fararnefndarinnar fóru á hátíðina, get eg verið fáorður, því féhirðir nefndar- innar leggur fram ítarlega skýrslu um útgjöld og tekjur nefndarinnar. Það er nóg fyrir mig að segja aðeins frá aðal- útgjaldaupphæðinni á Islandi, sem nam $9,046.31, og þess að þegar við fórum, voru allir húsmunirnir, þeir sem keyptir höfðu verið í spítalann, afhentir stjórn Islands að gjöf og nam sú upphæð $4,500.40. Um starf nefndarinnar hér vestra eftir að heimfararmálið klofnaði, er það að segja að hún hélt áfram stefnu sinni og starfi eins og ekkert hefði í skorist, enda var engin ástæða til breytinga frá hennar sjónarmiði. Aðal- augnamið hennar frá byrjun var að gera ferðina sem veglegasta, og þeirri stefnu hélt hún út í gegn. En klofningurinn gerði verkið erfiðara og dýrara eins og bent hefir verið á. Ferðalög í fjarliggj- andi bygðir urðu nefndarmenn að takast á hendur, til þess að halda samböndum og eyða misskilningi, sem tíðum vill eiga sér stað, ekki sízt þar sem við keppinauta er að etja, eins og hér átti sér stað. En aðalatriðið er, að árangur- inn af starfinu varð sæmilegur, þvi hóp- urinn ,sem heim fór á vegum Heimfarar- nefndarinnar, var undir kringumstæðun- um, mjög myndarlegur, um 368 manns. Um ferðina heim, viðtökurnar í Reykja- vík, hátíðina og kveðjur, er haldið var vestur aftur, tala eg ekki hér, heldur vísa til ritgerðar um það efni í þessa árs Tímarit félagsins, þar sem all itarlega er frá þvi skýrt. Eins og féhirðir nefndarinnar mun skýra frá, þá er ekki hægt fyrir nefndina að gefa fullnaðarreikningsskil á þessu þingi, það eru enn ókláraðar smásakir við C. P. R. félagið og eins ólokið út- gjöldum í nokkrum tilfellum. En í öll- um aðalatriðum er reikningum lokið, og þeir yfirskoðaðir. Dálítinn afgang kem- ur nefndin til að hafa með höndum, eftir að öllum útgjöldum er lokið, og hefir hún ákveðið að þeim afgangi skuli varið sem hér segir, eftir að þjóðræknisfélaginu er greitt til baka hvert cent, sem það hefir látið nefndinni i té.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.