Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 72
54 TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA til tíu ára gamall, fór liann að fara niður í bygðina, til að fá lánaðar bækur. Þar var bæði lestrarfélag og margir bændur, sem áttu álit- leg bókasöfn, bæði af prentuðum og rituðum bókum. Þeir gátu ekki fengið af sér að synja þessum nám- fúsa dreng um bækurnar ,og þann- ig atvikaðist það, að hann flutti margan dýrmætan böggul undir hendinni, heim í selið. Nú opnað- ist nýr heimur fyrir honum. Hann las söguna af Gretti, sem vitnaði svo glögt um það, að sitt væri hvað gæfa og gervileiki. Grettir var allra manna bezt á sig kominn að afli og hreysti; afl sitt, mann- vit og hittinyrði, notaði hann til að brjóta forynjur á bak aftur og verja hlut lítilmagna, en samt sem áður varð hann sekur skógarmaður í tuttugu ár. Stefán gat aldrei þreyzt á að horfa út í Drangey, þar sem Grettir hafðist við seinustu ár æf- innar og barðist um líf sitt að lok- um, helsjúkur á knjánum, en án þess þó að láta hugfallast. Hann las einnig söguna af Agli, sem sjö ára gamall vá mann í fyrsta sinn og orti um það kornungur, að hann vildi verða víkingaforingi, í vísu, sem enn er til. Hann las goða- og hetjukvæðin í Eddu, og frásagnir Heimskringlu af Noregskonungum. Hið norræna fornaldarlíf fylti allan huga hans. Og jafnhliða nam hann, án þess að verða þess var eða hugsa út í það, hinn óþrjótandi auð tungunnar og margvíslega æfa- gamla lífsspeki af vörum foreldra sinna, í þulum og kvæðum, sögn- um og æfintýrum, orðskviðum og vísum. Sjálfur hafði hann enga hugmynd um, hversu margfróður hann var. í augum hans, sem aldrei hafði séð skóla á æfi sinni, var Latínuskólinn í Reykjavík eins- konar inngöngudyr til allrar sannr- ar mentunar. Hann leit mjög upp til hinna lærðu manna, sem hlot- ið höfðu liina klassisku mentun. Sjálfur hafði hann byrjað í æsku að yrkja vísur, og honum var það ljóst, hvað hin háskólagengnu skáld eins og Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson, gnæfðu hátt yfir alþýðuskáldin. Hitt hugsaði hann ekki út í, að íslenzkan var einnig klassisk forntunga, alveg eins og latínan og grískan, og þar að auki var hún lifandi tunga og móðurmál hans. Hann hugsaði ekki út í það, að íslenzki bóndinn þurfti ekkert annað en að losa sig við ofurlítið af úreltum smekkleysum og öðlast víðara útsýni, til þess að geta náð á ný fótfestu í bókment- unum, og bygt ofan á glæsilega undirstöðu fornaldarinnar. En ein- mitt í þessu efni var það þó, sem Stefán ruddi leiðina fyrir aðra. Þegar hann, eins og svo margir aðrir íslenzkir bændasynir, hélt þá sæla, “sem slökt fengu fróðleiks- þorsta sinn við uppsprettulindir Minervu’’, þá skildi hann það ekki, að það er einnig hægt á þeim stað að “slökkva fróðleiksþorstann’’ í annari og verri merkingu, og að þetta kemur líka oft fyrir í skólum. Einmitt vegna þeirra ytri örðug- leika, sem hann átti við að búa, braut hann listgáfu sinni þá leið, sem hann hefði ef til vill aldrei rutt, ef hann hefði átt þess kost, að ganga út á hinn breiða þjóðveg skólanámsins. Stefán fluttist frá æskuheimili
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.