Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 94
76
TÍMARIT ÞJ ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ureyska fjölkyngismanns, sem var
talið að valdið hafi boða þeim á
Breiðafirði, er sökti Þórði manni
Guðrúnar Ósvífursdöttur. Það er
sízt ólíklegt af því sem áður er
sagt, að þannig hafi mál blandast
á einn eða annan veg. — T. d.
sauðaferð Glúms snúist í skreið-
arferð Þorvaldar. Þorvaldur Hall-
dórsson og Guðrún ósvífursdóttir
steypst í Þorvald Ósvífursson og
Hallgerði. Þá er undanfærsla Þór-
arins í bónorðsför Glúms til Hall-
gerðar, ekki ób'k undirtektum Ó-
lafs við Bolla um hans ráðahag við
Guðrúnu.
Sennilega gæti verið, að sá Þor-
valdur, sem bjó á Meðalfellsströnd
undir Felli, hafi verið kominn frá
Þorgrími, er þar bjó áður — syni
Kjallaks á Kjallaksstöðum (barna-
Kjallaks). Að Halldór goði í Garps-
dal hafi verið dóttursonur Þorgríms,
væri ekki ólíklegt, og á þann hátt
eignast höfuðbólið, er hann síðar
hafi fengið Þorvaldi syni sínum í
hendur. Þetta skal ekki staðhæft,
en líkur eru til þess, sem hér yrði
of langt mál að rekja.
En hér er sýnilega misdráttur á
því, sem borið er á Hallgerði, í
sögukaflanum af Þorvaldi, því
henni sýnist ekki vera eiginlegt að
dylja sína skapgerð, þar sem henn-
ar er annarsstaðar getið, og er þó
ekki reynt að draga fjöður yfir
það, sem verr má þykja í fari henn-
ar. Miklu trúlegra mætti þykja um
Guðrúnu, sem flestum virðist hafa
verið slægvitrari, að hlæjandi hafi
getað gengið að brúðarbekknum,
með þeim manni er hún lét sér ó-
getið að til eiginorðs, og léti alla
blíðu upp við hann þótt annað
byggi undir.
Að þessu athuguðu hafa þessar
tvær konur, sem hér um ræðir,
verið mjög ólíkar að skapgerð og
framgöngu. Hallgerður var siðlát
og hreinleg í framkomu, gegnum
alt það aurkast, sem á henni dyn-
ur. Guðrún virðist þvert á móti,
mjög ókvennleg í framkomu sinni,
þar sem hún lætur til sín taka.
Kemur það áþreifanlegast fram hjá
henni, er hún kemst upp á milli
þeirra Auðar og Þórðar Ingunnar-
sonar, er liún hafði átt vingott við
áður en hún skildi við Þorvald.
Sennilegt er að brókarheitið, sem
Laxdæla getur, að Guðrún hafi
notað um Auði við Þórð til skiln-
aðar við hana, hafi getað snúist á
hana sjálfa í “snúinbrók1’, og náð
þar föstu taki. En í Landnámu er
Hallgerði gefið þetta auknefni, sem
hún ekki hefir getað átt, en hefir
dregist yfir á liana sem annar mis-
dráttur, -— líklegast af Guðrúnu.
En “langhrók’’ segir Njála að Hall-
gerður hafi verið kölluð, þar sem
sagan tekur upp kaflann af Þor-
valdi Ósvífurssyni. Annarsstaðar
kemur það auknefni hvergi fram
í sögunni. En skyldi ekki slík brók-
argerð hafa saumast á Guðrúnu,
er hana hafi tengt við heimilis-
fangið eða tíðar ferðir til laug-
anna? Úr Laugabrók mátti síðar
sníða Langbrók á Hallgerði. Ekk-
ert er furðulegt við það, þótt ekki
sé haldið uppi nokkru leiðinlegu
auknefni á Guðrúnu í Laxdælu —
þótt hún hafi liaft það. Því telja
má vísast — eins og Hannes Þor-
steinsson hefir til getið — að höf-
undur sögunnar liafi verið Ketill