Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Qupperneq 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Qupperneq 82
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ert þá grettur, eins og pabbinn, og þungur undir brún. En vertu vel- kominn inn á Draumamörk. Okkur hefði leiðst, hefðirðu ekki komið á eftir okkur.” Karl gat engu orði upp komið, hvernig sem hann reyndi. ‘‘Komdu margblessaður og sæll!” sagði amman. Hún var hrukkótt í andliti, lítil vexti, með silfurgrátt hár og var ósköp nærsýn. “Komdu sæll og margblessaður!” sagði hún og kysti Karl litla á báða vanga. “Já, falleg eru augun — alveg eins og dýrustu gimsteinar! Það eru augun hans föður míns sæla. Þau ganga aldrei úr ættinni, augun þau. Það eru ekki algeng augu. Þessi augu tala — þau tala — þau eru mælskari en nokkur tunga!” Karl langaði sárt til þess að koma með ofurlitla athugasemd, en tungan var ekki fáanleg til þess að hreyfa sig. Það var eins og hún væri límd við góminn. “Æ, er hann þá loksins kominn, sá stutti!” sagði afi gamli og var sérlega píreygður. Hann var mikill vexti með stóran herðakistil, og breitt og sítt skegg, grátt á lit. “Jæja, veri hann velkominn, og syngi hann með sínu nefi. Það er víst um það, að þetta er félegur busi og efni í mann. Og sterkleg er höndin. En ekki veit eg hvaðan nef þetta er í ætt okkar komið”. — Og afinn tók upp tóbaksdósir, sem voru úr rostungstönn, með demants-steini á lokinu, og fékk sér í nefið. — “Jabb! A-a-a!” sagði hann og varð að anda með munninum. “Höndin er kraftaleg mjög. En nefið — það verður aldrei neitt táp í því.” “Þei-þei, og ró-ró!” sagði fóstr- an, tók Karl iitla í fang sér og kysti hann. Hún var jafnan fá- málug; en hún steig fram á fótinn og kvað við raust, og gull-lokkarn- ir í eyrunum á henni dingluðu og gengu fram og aftur, eins og kólf- ar í klukkum. “Þei-þei, og ró-ró!” sagði hún og vafði drenginn að sér, eins og hún ætti í honum hvert bein. “Kanske hún haldi að eg sé hvítvoðungur og vöggubarn?” hugsaði Karl. “Eg er þó bráðum orðinn níu ára og ekki svo lítill.” En hann gat ekkert sagt, því að tungan var ennþá alveg máttlaus. Og hann þóttist nú alt í einu skilja, af hverju hann gat ekki talað. Hann hafði sem sé notað tunguna fyrir farbréf, og farstjórinn hafði sjálf- sagt á einhvern dularfullan hátt náð kraftinum, eða aflinu, úr tung- unni, þegar eimlestin var að fara yfir landamærin. Það var svo sem auðvitað, að maður gæti ekki kom- ist alla þessa óra-leið, og það með eimlest, án þess að borga. — En hvernig sem þessu var varið, þá þóttist Karl viss um, að hann fengi brátt aftur aflið í tunguna. Og þess vegna var hann hinn hughraustasti. Og þegar foreldrar Karls litla, og afi hans og amma, og Ijósmóðirin og fóstran höfðu faðmað hann og kyst hann, og hampað honum á höndum sér, og hrósað honum á allar lundir, þarna á marmara-stétt- inni í kristalls-skálanum, þá var ek- ið með hann í skrautlegri bifreið heim að höll, sem stóð í miðjum aldingarði—höll, sem var svo fögur og haglega gerð, að jafnvel töfra- höll Aladdíns komst ekki í hálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.