Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 83
NAFNIÐ
65
kvisti við hana, og er þá mikið sagt.
•— Og í höllinni voru ótal salir og
herbergi og gangrúm; alstaðar voru
þar legubekkir og hægindastólar og
marmara-borð, og skápar af beztu
tegund, og óteljandi kostagripir.
Á öllum veggjum héngu fagrar
myndir í fallegum umgerðum; og
á öllum gólfum og tröppum voru
mjúkir og dýrir dúkar, sem báru
langt af hinum vandaðasta vefnaði
á Perslandi. Og öll baðker voru úr
skíru silfri og sett gimsteinum. —
í höll þessari var eiginlega alt, sem
maður vildi hendinni til rétta. En
úti í aldingarðinum glitruðu og
glóðu í sólskininu allskonar aldin.
Og marglitir fuglar hoppuðu þar
grein af grein og fyltu loftið með
bvo fögrum og sætum söng, að
maður þreyttist aldrei að hlýða á
hann. Það var blessuð íslenzka ló-
an og söng: “Dýrðin, dýrðin!” frá
morgni til kvölds.
“Nú verður endilega að þvo af
honum ferðarykið,’’ sagði ljósmóð-
irin, þegar búið var að bera Karl
litla inn í höllina. Hann var ekki
látinn ganga inn í höllina — heldur
var hann borinn á höndum.
Því næst var hann settur í bað-
ker, sem var náttúrlega úr silfri;
og hann var þveginn með mjúkum
svampi, úr volgu ilmvatni, og sáp-
an var hundrað sinnum dýrari en
langbezta sápan, sem Pears hefir
nokkurn tíma búið til. — Og svo
var líkami Karls litla þerraður að
lokum með þýðum andvara, sem
kom af tveim blævængjum, er
bærðir voru með mestu hægð.
Að því búnu var hann lagður í
nijúkt og gott rúm. Það var svana-
dúnn í undirsænginni, svanadúnn
í ábreiðunni, svanadúnn í svæflin-
um. En rúmið sjálft var úr fíla-
beini og sett smarögðum og öðrum
dýrum gimsteinum. — Allir vildu
að Karl litli sofnaði góðan dúr eft-
ir svo langt ferðalag. Allir sögðu
að hann væri úrvinda af þreytu og
langvarandi svefnleysi.
Fóstran settist við rúmstokkinn
og kvað lágt og þýðlega ótal vöggu-
vísur:
“Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
eg læt sem eg sofi,
en samt mun eg vaka.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
láttu sem þú sofir,
samt skaltu vaka,
bí, bí og blaka.”
Svo kom með köflum þetta þýð-
róma og elskulega: “Þei-þei, og ró-
ró!” sem er öllum svefnlyfjum
sterkara. “Þei-þei og ró-ró!’’ sem
íslenzkar barnfóstrur hafa kveðið
í þúsund ár eða meir. Og það verð-
ur aldrei of oft kveðið. Það er
sígilt. .
Og Karl litli lézt sofa, en þrátt
fyrir það vakti hann. Hvernig gat
liann sofnað, þegar honum var
sagt að vaka? “Láttu sem þú
sofir, samt skaltu vaka.” Og svo
var rödd fóstrunnar svo þýð og svo
ljúf og svo sæt og svo elskuleg,
að unun var á að hlýöa. Sérhver
lítill drengur hefði viljað vaka alla
æfi til þess að hlýða á svo þýða,
Ijúfa, sæta og elskulega rödd! Og
Karli heyrðist líka að álftir vera
að kvaka fyrir utan gluggann. Hon-