Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 83
NAFNIÐ 65 kvisti við hana, og er þá mikið sagt. •— Og í höllinni voru ótal salir og herbergi og gangrúm; alstaðar voru þar legubekkir og hægindastólar og marmara-borð, og skápar af beztu tegund, og óteljandi kostagripir. Á öllum veggjum héngu fagrar myndir í fallegum umgerðum; og á öllum gólfum og tröppum voru mjúkir og dýrir dúkar, sem báru langt af hinum vandaðasta vefnaði á Perslandi. Og öll baðker voru úr skíru silfri og sett gimsteinum. — í höll þessari var eiginlega alt, sem maður vildi hendinni til rétta. En úti í aldingarðinum glitruðu og glóðu í sólskininu allskonar aldin. Og marglitir fuglar hoppuðu þar grein af grein og fyltu loftið með bvo fögrum og sætum söng, að maður þreyttist aldrei að hlýða á hann. Það var blessuð íslenzka ló- an og söng: “Dýrðin, dýrðin!” frá morgni til kvölds. “Nú verður endilega að þvo af honum ferðarykið,’’ sagði ljósmóð- irin, þegar búið var að bera Karl litla inn í höllina. Hann var ekki látinn ganga inn í höllina — heldur var hann borinn á höndum. Því næst var hann settur í bað- ker, sem var náttúrlega úr silfri; og hann var þveginn með mjúkum svampi, úr volgu ilmvatni, og sáp- an var hundrað sinnum dýrari en langbezta sápan, sem Pears hefir nokkurn tíma búið til. — Og svo var líkami Karls litla þerraður að lokum með þýðum andvara, sem kom af tveim blævængjum, er bærðir voru með mestu hægð. Að því búnu var hann lagður í nijúkt og gott rúm. Það var svana- dúnn í undirsænginni, svanadúnn í ábreiðunni, svanadúnn í svæflin- um. En rúmið sjálft var úr fíla- beini og sett smarögðum og öðrum dýrum gimsteinum. — Allir vildu að Karl litli sofnaði góðan dúr eft- ir svo langt ferðalag. Allir sögðu að hann væri úrvinda af þreytu og langvarandi svefnleysi. Fóstran settist við rúmstokkinn og kvað lágt og þýðlega ótal vöggu- vísur: “Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, eg læt sem eg sofi, en samt mun eg vaka. Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, láttu sem þú sofir, samt skaltu vaka, bí, bí og blaka.” Svo kom með köflum þetta þýð- róma og elskulega: “Þei-þei, og ró- ró!” sem er öllum svefnlyfjum sterkara. “Þei-þei og ró-ró!’’ sem íslenzkar barnfóstrur hafa kveðið í þúsund ár eða meir. Og það verð- ur aldrei of oft kveðið. Það er sígilt. . Og Karl litli lézt sofa, en þrátt fyrir það vakti hann. Hvernig gat liann sofnað, þegar honum var sagt að vaka? “Láttu sem þú sofir, samt skaltu vaka.” Og svo var rödd fóstrunnar svo þýð og svo ljúf og svo sæt og svo elskuleg, að unun var á að hlýöa. Sérhver lítill drengur hefði viljað vaka alla æfi til þess að hlýða á svo þýða, Ijúfa, sæta og elskulega rödd! Og Karli heyrðist líka að álftir vera að kvaka fyrir utan gluggann. Hon-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.