Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 118
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
legt, að fyrstu biskupar vorir voru
svo vel að manni í sjón og raun,
að þeir gnæfa yfir flesta stéttar-
bræður sína, er síðar komu. Vit,
þeirra og hófstiliing er á sinn hátt
svo sem viti á skaga eða í útskeri,
sem lýsir náttförum á hafi. Svo
lengi sem biskupstign varir í land-
inu, hafa þjónar þess embættis
knýjandi ástæðu til að líta upp til
þessara sælu manna.
Það er á hinu leitinu jafn dá-
samlegt, að fyrsti ráðherra vor var
svo afrendur í sjón og raun, að
síðla mun hann verða yfirstíginn,
eða aldrei. Eftirkomendum lians er
bent í þá átt og gefin hvöt til þess,
að taka hann sér til fyrirmyndar,
framkomu hans, svo að það verði
ekki sagt í hljóöi, eða upphátt, og
jafnframt með sanni, í stjórnartíð
eins eða annars, að heimurinn fari
versnandi. Það er að vísu satt og
rétt, að enginn gefur sjálfum sér
vöxt né vænleik, gáfur eða skör-
ungskap. En þeir, sem bjóða sig til
forustu, ættu að hressa upp á
manndóm sinn. Og þessi þjóð, sem
rekur ættir sínar til stórmennis,
ætti að líta svo stórt á sig, að hún
léti það ekki við gangast, að í ráð-
herra öndvegi tildri sér væskil-
menni. Hún á að brýna rödd-
ina og segja skýrt og skorin-
ort: Það má ekki líöast, að á
þetta sæti falli, sem helgað var í
öndverðu af skáldi, glæsimenni,
skörungi, stjórnvitringi og dreng-
skaparmanni. Höldum á lofti minn-
ingu hans, með því að skipa vel
sæti hans. Höfum merki hans fyr-
ir lyftistöng.
“Þá mun aftur morna.’’
* * *
Aths. ritstj, — Þessi ágæta rit-
gerð var send Tímaritinu fyrir
tveimur árum síðan, en sökum sér-
stakra ráðstafana, er þá voru gerð-
ar með efni Tímaritsins, var ekki
hægt að birta hana þá. Nú á þessu
síðastliðna ári (1931) eru liðin sjö
tíu ár frá fæðingu Hannesar Haf-
stein ráðherra og á því vel við
að hún sé birt einmitt nú. Þessa
atburðar hefir ekki verið getið
að verðugu hér vestra, og er það
því Tímaritinu sérstakt ánægjuefni
að geta flutt lesendum sínum rit-
gerð þessa. Atburðarins var mirrt
heima á ættlandinu með sérstöku
hátíðarhaldi þjóðveldisdaginn 1.
desember. Var þá afhjúpuð mynda-
stytta af skáldinu. Hannes Haf-
stein er fæddur á Möðruvöllum í
Hörgárdal 4. des. 1861, og verður
ráðherra yfir íslandi 31. jan. 1904.