Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 140

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 140
122 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA móti, eins og hagar til nú, sem sé, að framhald verði innflutninga hingað, frá Islandi, sem hvorki er þó hugsanlegt né æskilegt frá Islands hálfu, eða með því að komist geti á öflugt viðskifta- samband milli ríkjanna, er hvorttveggja myndi styðja, nánari viðkynningu og samvinnu, er hafa mundi i för með sér menningarlegan og hagsmunalegan á- vinning fyrir báða hlutaðeigendur, þá leyfir nefndin sér að leggja til: 1. Að Þjóðræknisfélagið hlutist til um það, að sem léttast verði gert fyrir þá, sem kynnu að óska, að fara kynnisferð- ir á milli landanna, og koma því til leið- ar við skipafélög hér í álfu, að farin verði að minsta kosti ein bein ferð á ári hverju milli Montreal og Reykja- víkur. 2. Að Þjóðræknisfélagið leggi fulla al- úð við, að kynna hér í landi íslenzkan iðnað og varning, i því augnamiði að skapa markað fyrir hann og auglýsa þjóðina út á við í hinum enskumælandi heimi. 3. Að Þjóðræknisfélagið samþykki ein- um rómi þá tillögu Heimfararnefndar- innar, að Canadastjórn stofni námssjóð, (Scholarship), er hún sæmi íslenzku þjóðina með, til minningar um þátttöku Sambandsins canadiska í þúsund ára af- mælishátíð Alþingis. 4. Að Þjóðræknisfélagið lýsi yfir á- nægju sinni og þakklæti til Bandaríkja- stjórnarinnar fyrir þátttöku hennar í Alþingishátíðinni og viðurkenningu henn- ar á sambandi íslenzku þjóðarinnar við sögu Bandaríkjanna með Vínlandsfundi Leifs Eirikssonar árið 1000. 5. Að Þjóðræknisfélagið leitist við að koma á gagnskiftasambandi milli Is- lands og Canada, og í því augnamiði skori á sambandsstjórn Canada, að skipa nú þegar á þessu ári viðskiftaráðunaut, er búsettur sé í Reykjavík. A þjóðræknisþingi 27. febr. 1931. Rögnvaldur Pétursson. S. Einarsson. A. Bjarnason. ólína Pálsson. Walter Jóhannsson. R. E. Kvaran lagði til að nefndarálit- ið væri rætt lið fyrir lið. A. G. Magnús- son studdi. Samþykt. J. P. Sólmundsson kvað sig ekki kunna við að tilgreina Montreal, sem endastöð fyrir væntanlegar skipaferðir. R. P. svaraði því, að Montreal væri aðalstöð beggja canadisku járnbrautar- félaganna, en félag vort væri lögskráð í Canada. A. P. Jóhannsson kvaðst fella sig bet- ur við að hafa höfnina óákveðna, eins og J. P. S. mælti með. Hudsonsflóinn færðist nú nær Islandi og framtíðarverk félagsins væri að auka viðskifti á þess- um leiðum. Mæltist til að nefndin breytti orðalaginu. R. P. Kvaðst fús til að breyta þessu á þá leið, að í stað Montreal kæmi: höfn í Vesturheimi. Liðurinn samþyktur með þessari breyt- ingu. 2. liður samþyktur í einu hljóði J. P. Sólmundsson kvaðst ekki geta greitt atkvæði með 3. lið. Sagðist hafa ritað grein, er af sérstökum ástæðum hefði ekki verið birt, þá er fyrst heyrð- ist minst á námsstyrksmálið. Taldi ekki ráðlegt að stefna íslenzkum námsmönn- um hingað. Guðm. Árnason taldi mótbárurnar ekki mikilvægar. J. P. S. taldi illa farið að sam- þykkja liðinn með litlum umræðum. Á. E. skýrði frá því, sem farið hefði i þessu máli milli stjórnar Canada, Heimfarar- nefndar og Islands stjórnar. J. P. S. taldi það enga furðu, þó cana- diskir menn væru þessu fylgjandi, en Islendingar ættu ekki að vera það. R. P. furðaði sig á því, að þetta gæti orðið ágreiningsefni. Hættan fyrir Is- land væri fjarstæða. Rakti hann það, hvað hingað væri að sækja. Á. E. minti á, hve margir stúdentar færu erlendis frá Islandi, og gat þess, að menn vildu gjarna senda þá hingað, því að þeir teldu þá landinu til gagns. J. P. S. lagði til og Sig. Vilhjálmsson studdi, að atkvæðagreiðslu um þenna lið yrði frestað þar til eftir embættismanna- kosningu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.