Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 108
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ar. Stundum skiftast þau á gjöf-
um, þjóðin og h'öfuðskáldin, þann-
ig, að þjóðlífið er gert að yrk-
isefni. Þá gefur þjóðin atburði, en
skáldið meðferð. Þá er svo komið,
að aldarhátturinn mótar skáldið
og jafnframt mótar það aldarhátt-
inn. Þessi gagnkvæmu áhrif sjást
víðsvegar í mannkynssögunni. Lít-
um á Gyðinga, t. d. Hebreaskáldin
— spámennirnir — skálda um Jah-
ve og þjóðernið, af því að hugur
þjóðarinnar hné að þeim efnum.
Þjóðin, aldarháttur hennar, skapar
skáldin, og þau halda svo þjóðern-
inu við. — Arabar yrkja um nautna-
gleði, sem spámaður þeirra hefir
lofað áhangendum sínum í þessu
lífi og öðru. Þau hrífast með ald-
arhættinum. — Forn-Grikkir kváðu
ódauðleg kvæði um herferðir og
bardaga, af því að þjóðlífið í þeirra
löndum snerist um hetjudáðir. —
Forfeður vorir kváðu drápur um
höfðingja, meðan drápsaldirnar
gengu yfir Norðurlönd. — Þegar
vígaferli slotar, og katólskur sið-
ur hefst, fjallar norræn tunga um
heilaga menn og guðsmóður. Sá
aldarháttur gerir skáldhneigða
menn að skósveinum sínum eða
merkisberum.
Þegar bezt gerir, hefja skáldin
aldarháttinn í æðra veldi en lífiö
sjálft gerir. En á hinu leytinu vill
það viðbrenna, að skáldin dragi
aldarháttinn niður í skarnið — geri
ilt verra, vísvitandi eða óviljandi.
Vér, sem þetta land byggjum,
erum svo settir, að ljós og yl skort-
ir á borði náttúrunnar og hefir
skort frá landnámstíð. Þau áföll
hafa gengið of oft yfir ey vora, að
gervalt líf í landinu hefir verið í
veði, komist á heljarþröm. Tilfinn-
ingamenn þjóðarinnar hafa fundið
'til háskans og borið hann á borð
fyrir alþýðu í ljóðum. Skáldin eiga
nokkurskonar sjónauka, sem marg-
faldaði hættuna. Þegar trúin á
landið og lýðinn þvarr og hagur
þjóðarinnar niður-níddist, komu á
kreik kvæði um sífelda hnignun
manndáðar, og þau iétu í veðri
vaka örvæntingu um viðreisn
lands og lýðs.
Hér í landi hafa dapurlegir kviðl-
ingar gert landslýðnum dimt fyrir
augum öldum saman. Fjöldi kvæða
fjallar um heimsendi og hörmung-
ar hinum megin grafar. Kveður við
þann tón frá siðaskiftum og alt til
vorra daga. Man eg að í ungdæmi
mínu kváðu rosknir menn með
dapurlegri rödd þessa, annars vel
kveðnu vísu úr Tímarímu:
“Hygg eg liðið heims á dag,
herrann þó að viti;
sígur undir sólarlag,
sýnist bregða liti.”
Ýmsar bögur af þessari tegund
voru þá þaulkveðnar. Þessi yfirvof-
andi örlög blöstu við hugsjónum
íslendingsins og héldu fyrir honum
vöku, gerðu hann vonlítinn og
voteygan og deigan til fram-
kvæmda, niðurlútan og litverpan.
Skáld, sem spunnu þenna toga,
juku ógleði fólksins með drunga-
legri rödd sinni og andvörpum.
Og svo er enn í löndunum, að
skáldin orka á lýðinn, eigi síður í
skáldsögum en ljóðagerð. Sú skáld-
sagnagerð fór yfir álfu vora á