Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 97
HALLGERÐUR í NJÁLU
79
í þessum sögukafla hafa alt ann-
an blæ, en þær, sem geta hennar
bæði fyrr og síðar í þáttum sög-
unnar. Því má telja víst, að þess-
ar sagnir muni teknar vera eftir
öðrum heimildum, en þær, sem
gengið hafa í gegnum dyngjuna á
Bergþórshvoli. Þó virðist sú get-
sök á Hallgerði, að hún hafi setið
mjög á sér, er þeir bræður bjuggu
saman á Varmalæk, koma sem
skollinn úr sauðarleggnum, í ósam-
ræmi við alt annaö, sem tilfært er
um hana í þessum sögukafla, en
kemur fram sem hælbit frá sömu
hlið og þær ályktanir, sem vikið er
að hér áður. Og vart er jafn glæsi-
leg lýsing af nokkurri konu sögu-
aldarinnar, sem lýsing sú, er Hall-
gerði er gefin í þessum kafla sög-
unnar, þegar Glúmur er kominn
að biðja hennar og hún kemur fram
fyrir gestina.
Þessu næst kemur Gunnar til
sögunnar — glæsilegur maður að
ytri ásýnd og atgervi. Hann fer
þá utan og er næsta vetur í Túns-
bergi. Þá voru orðin höfðingja-
skifti í Noregi. Var þá dauður Har-
aldur gráfeldur. Nú getur það verið
álitamál, hvort það er veturinn áð-
ur en Haraldur fellur, sem Gunnar
er í Túnsbergi. Það verður ekki
beint ráðið af framsetningu orð-
unna, að svo hafi verið. Hitt ekki
heldur, að Haraldur hafi þá verið
dauður, er Gunnar kemur við Nor-
eg. Það er annað sem mælir með
Því, að Gunnar hafi komið utan
sumarið áður. Það eru ekki taldir
uema tveir vetur sem hann er ut-
an, en síðari veturinn er hann með
Hákoni jarli. Um vorið kveðst
hann vilja til íslands. “Jarlinn
kvað vera illært í landi og mun
vera lítil útsigling’' — sem auðvit-
að hefir stafað af óáran í landinu.
Þetta kemur mjög heim við það,
sem er tilfært í viðbæti við land-
námu, að óaldarveturinn sá, er
mestur hafi orðið á íslandi í heiðni
hafi þá verið í þann tíma er Har-
aldur gráfeldur féll, en Hákon jarl
tók við ríki í Noregi. En það hefir
verið 969, eftir konungatali Sæ-
mundar prests fróða, sem telja má
eitt ábyggilegt. Þessi óaldarvetur,
sem hér er getið, hefir að líkindum
fremur verið eftir fall Haraldar
969—70, heldur en vetri fyr. Kem-
ur það betur heim við það, sem
Njála tilfærir um hallæri mikið,
er gengið hafi yfir allar sveitir.
Hefir afleiðingum þess ekki létt af
á næsta ári. Því hefir það verið ári
síðar, sem Gunnar fer í Kirkjubæ
og falar mat að Otkeli. Þá hefir
Mörður gígja andast á þessu tíma-
bili, 970—71. En Unnur dóttir hans
tekur við af honum og veitir þeim
bágstöddu á báðar hendur — sem
leið eiga að Velli, — þar til hún
ekki hefir átt eftir nema lönd og
gripi.
Þegar Gunnar kemur úr utanför
sinni, reið hann til þings. Er hann
þá í tignarklæðum þeim, sem Har-
aldur konungur Gormsson gaf hon-
um. Þar mætir hann IJallgerði hjá
Mosfellingabúð í fararbroddi annara
kvenna. Má skilja það á sögunni,
að vel hafi þeim litist hvoru á ann-
að, og að vel hafi farið með þeim
í tali, til þess að byrja með. Þarna
reikar hann ekki lengur um hraun-
ið, heldur fer beint til búðar Dala-
manna, og finnur Höskuld, er svar-
ar vel erindi hans um einkamálin.