Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Page 97
HALLGERÐUR í NJÁLU 79 í þessum sögukafla hafa alt ann- an blæ, en þær, sem geta hennar bæði fyrr og síðar í þáttum sög- unnar. Því má telja víst, að þess- ar sagnir muni teknar vera eftir öðrum heimildum, en þær, sem gengið hafa í gegnum dyngjuna á Bergþórshvoli. Þó virðist sú get- sök á Hallgerði, að hún hafi setið mjög á sér, er þeir bræður bjuggu saman á Varmalæk, koma sem skollinn úr sauðarleggnum, í ósam- ræmi við alt annaö, sem tilfært er um hana í þessum sögukafla, en kemur fram sem hælbit frá sömu hlið og þær ályktanir, sem vikið er að hér áður. Og vart er jafn glæsi- leg lýsing af nokkurri konu sögu- aldarinnar, sem lýsing sú, er Hall- gerði er gefin í þessum kafla sög- unnar, þegar Glúmur er kominn að biðja hennar og hún kemur fram fyrir gestina. Þessu næst kemur Gunnar til sögunnar — glæsilegur maður að ytri ásýnd og atgervi. Hann fer þá utan og er næsta vetur í Túns- bergi. Þá voru orðin höfðingja- skifti í Noregi. Var þá dauður Har- aldur gráfeldur. Nú getur það verið álitamál, hvort það er veturinn áð- ur en Haraldur fellur, sem Gunnar er í Túnsbergi. Það verður ekki beint ráðið af framsetningu orð- unna, að svo hafi verið. Hitt ekki heldur, að Haraldur hafi þá verið dauður, er Gunnar kemur við Nor- eg. Það er annað sem mælir með Því, að Gunnar hafi komið utan sumarið áður. Það eru ekki taldir uema tveir vetur sem hann er ut- an, en síðari veturinn er hann með Hákoni jarli. Um vorið kveðst hann vilja til íslands. “Jarlinn kvað vera illært í landi og mun vera lítil útsigling’' — sem auðvit- að hefir stafað af óáran í landinu. Þetta kemur mjög heim við það, sem er tilfært í viðbæti við land- námu, að óaldarveturinn sá, er mestur hafi orðið á íslandi í heiðni hafi þá verið í þann tíma er Har- aldur gráfeldur féll, en Hákon jarl tók við ríki í Noregi. En það hefir verið 969, eftir konungatali Sæ- mundar prests fróða, sem telja má eitt ábyggilegt. Þessi óaldarvetur, sem hér er getið, hefir að líkindum fremur verið eftir fall Haraldar 969—70, heldur en vetri fyr. Kem- ur það betur heim við það, sem Njála tilfærir um hallæri mikið, er gengið hafi yfir allar sveitir. Hefir afleiðingum þess ekki létt af á næsta ári. Því hefir það verið ári síðar, sem Gunnar fer í Kirkjubæ og falar mat að Otkeli. Þá hefir Mörður gígja andast á þessu tíma- bili, 970—71. En Unnur dóttir hans tekur við af honum og veitir þeim bágstöddu á báðar hendur — sem leið eiga að Velli, — þar til hún ekki hefir átt eftir nema lönd og gripi. Þegar Gunnar kemur úr utanför sinni, reið hann til þings. Er hann þá í tignarklæðum þeim, sem Har- aldur konungur Gormsson gaf hon- um. Þar mætir hann IJallgerði hjá Mosfellingabúð í fararbroddi annara kvenna. Má skilja það á sögunni, að vel hafi þeim litist hvoru á ann- að, og að vel hafi farið með þeim í tali, til þess að byrja með. Þarna reikar hann ekki lengur um hraun- ið, heldur fer beint til búðar Dala- manna, og finnur Höskuld, er svar- ar vel erindi hans um einkamálin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.