Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 114
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hvössu bragði heldur ljúfmann-
legu, spurði hann nokkura spurn-
inga og hét honum svo ásjá sinni.
Að því búnu fylgdi hann drengn-
um til dyra, óskaði honum gengis
og gæfu, þeirrar hamingju, að
hann yrði landi og lýð til nota.
Þessi maöur er Gunnlaugur Krist-
mundsson, sem starfað hefir 20
ár, eða lengur, að sandgræðslu á
Suðurlandi, með sáningu mel-
fræja, friðun landauðnanna og
girðingum. Þetta æfintýr liefir
hann sett í blað að sumu leyti,
og sagt mér sumt. Hann mintist
sérstaklega á handsöl ráðherrans,
er þeir kvöddust og svo tillitsins.
Það tvent var honum mjög minn-
isstætt.
Þarna skapaði framsýni maður-
inn tækifæri, þegar hann sá sand-
græðslu möguleikana í hendi sinni,
sem svo er kallað. Og jafnframt sá
hann á sveininum, að í honum bjó
nýtur maður, ekki skýjaglópur né
falsari. Hannes Hafstein var mað-
ur laus við tortryggni. Hann treysti
jafnvel þeim, sem sýnt höfðu hon-
um vélræði. Þá er þó göfugmensk-
an komin nærri því að lenda í of-
vexti, þegar mannúðin tekur til
að breiða sig út yfir úlfgráa tvö-
feldni.
Framkoma H. H. við sand-
græðslusveininn, birtir samskonar
hugarþel, sem kemur í ljós í alda-
mótakvæðinu, þar sem áherzlan er
lögð á það göfuga og gagnlega at-
riði: “að elska og byggja og treysta
á landið’’, og ennfremur er brýnt
fyrir landslýð: “takmark og heit
og efndir saman þrinna.”
Sá sem var þess umkominn að
sitja andspænis Hannesi Hafstein,
og var fær um að virða hann fyrir
sér, sá að í svip hans voru engar
refjar. Og hnakkasvipurinn bar
vott um, að engir refilstigir voru
bak við eyrað. Allur andlitssvipur-
inn bar vott um gleðimann og garp.
Sá fögnuður, sem birtist í “Sálmi”
hans, yfir vini, er óskyldur drykkju-
mannsgáska, sem veður á bæxlun-
um og vekur andstygð óbrjálaðra
manna. Gleði þessa skálds er hjart-
ans gleði, sem er áþekk uppsprettu-
lind í fjallsrót alblómgaðri og víði
vaxinni.
“Guð lét fögur vínber vaxa,
vildi gleðja dapran heim.’’
Sá guð er gjafmildur við börnin
sín:
“Altaf vill hann öllum bjóða
ör og mildur gæðin sín.
Smána jafnt hans gáfu góða
gúddtemplarar og fyllisvín.’’
Þetta mætti kalla fögnuð hjartans
yfir gæðum, sem svo eru nefnd í
Sturlungu. “Kom þá kaupskip at
Gásum ok vóru þar á gæði mikil”.
Þessi faguryrði munu runnin und-
an tungurótum Sturlu lögmanns,
og jafnast þau á við orð Snorra í
Eddu, er hann kallar geitina í Val-
höll, geysi-haglega, þá sem mjólk-
ar miðinum, svo að öllum Einherj-
um er brynt. Þvílík faguryrði koma
einungis af vörum þeirra manna,
sem himnasmiðurinn hefir skapað
með hægri hendinni.
“Aldrei sagði þengill þjóða
þú skalt ekki bragða vín.”