Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 130

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 130
112 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA alla leið austur til Montreal í því sam- bandi, hvað eftir annað, sem olli bæði kostnaði o g tímaeyðslu. Einnig gerði aðstaðan hér vestra það óumflýjanlegt fyrir nefndina að senda umboðsmenn alla leið til Islands, til þess að sjá þeim er á hennar vegum færu heim, fyrir gist- ingu og beina. Til þeirrar farar voru valdir þeir J. J. Bíldfell, formaður nefnd- arinnar, og séra Rögnv. Pétursson, fé- hirðir. Um samninga þá, er þeir gerðu heima, er yður öllum kunnugt, og þá vel- vild er hlutaðeigendur á Islandi sýndu þeim í hvívetna, Síðar fóru þeir séra Rögnvaldur og Á. P. Jóhannsson heim til þess að annast um frekari undirbún- ing, og sjá um, að alt yrði til reiðu er hátíðagestirnir kæmu, og eiga þeir þakk- ir skilið fyrir hið mikla verk, er þeir leystu þar af hendi. Það er ekki auðvelt að gera sér í fljótu bragði grein fyrir því feykilega starfi, er þessir menn urðu að leysa af hendi á tiltölulega stuttum tíma. Þeir þurftu að sjá um innkaup á húsmunum í spítalann, sem stjórnin á Islandi hafði lánað Heimfararnefndinni til afnota á meðan gestir þeir, sem há- tíðina sóttu á hennar vegum, dvöldu á Islandi. Um flutning á þeim frá Skot- landi til Islands, og frá höfninni og í spítalann. Þeir þurftu að sjá um smíði á ýmsum munum, er nota þurfti í spitalan- um, en sem ekki voru með í kaupunum, svo sem fatatrjám til að hengja á föt og fleira. Þeir þurftu að ráða vinnufólk á spítalann, útvega fólki vistir til mál- tíða, og semja um alt þeim að lútandi. Sjá um að bilar væru til að flytja fólk það, sem á vegum Heimfararnefndarinn- ar kom, á milli Reykjavíkur og Þing- valla, á hverjum morgni og hverju kvöldi. Þeir þurftu að sjá um máltíðir á Þingvöllum fyrir allan hópinn, og þeir þurftu að sjá um ótal margt fleira, er hér yrði of langt mál upp að telja. Eins og menn sjálfsagt muna, þá var áætlaður kostnaður við tveggja vikna veru hátíðargesta heima, $52.80 fyrir manninn, með því að viss tala manna fengist til vistar í spítalanum. En þó að hópur sá, er á vegum Heimfararnefnd- arinnar fór, væri nógu stór til þess að fullnægja þeirri tölu, þá fór nú samt svo að fjöldi manna þáði boð vina og vanda- manna í Reykjavík, að dvelja hjá þeim meðan þeir stæðu við á Islandi, svo að tala þeirra, sem á spítalanum dvöldu, nægði ekki til að bera kostnað þann, sem nefndin hafði lagt út í, í sambandi við undirbúninginn, og varð nefndin því að taka til peninga þeirra, er inn höfðu komið í sölulaun á eimskipafar-bréf- um, og sem nefndin hafði opinber- lega tilkynt, að notaðir yrðu í þágu heimfarenda. Síðar voru allir þessir reikningar og málavextir lagðir fyrir fund, er haldinn var á skipinu Minne- dosa á vesturleið af heimfarendum, og gerðir nefndarinnar samþyktar í einu hljóði. Annars hljóðar fundargerðin frá þeim fundi á þessa leið: “Þann 6. ágúst 1930, kl. 2.30 e. h., héldu íslenzkir farþegar á S.S. Minedosa fund. Fundarstjóri var kosinn Mr. J. J. Bíldfell og ritari séra Guðm. Árnason. Fundarstjóri skýrði frá, að fundurinn væri boðaður samkvæmt gefnu loforði Heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins, til þess að ráðstafa umboðslaununum, er veitt væri Heimfararnefndinni á fargjöld- um heimfarenda. Einnig skýrði hann frá, að nefndin hefði gert ráð fyrir, að 250 manns af þeim, er heim fóru á hennar vegum, gistu í Landsspítalanum, og að sá gestafjöldi hefði verið nauðsynlegur til að greiða allan kostnað í sambandi við veru vestur-íslenzkra gesta þar. En nú hefði svo farið, að aðeins 121 hefðu fengið gistingu þar. Kvað hann því nefndina hafa notað sölulaun sín af far- bréfunum að mestu leyti til þess að greiða það, sem á vantaði. Mr. Á. P. Jóhannsson gerði grein fyrir 'kostnaðinum og fyrirhöfn sinni og ann- ara meðnefndarmanna sinna. Kvað hann rúm, rúmfatnað, stóla og annað fleira hafa verið keypt fyrir 250 manns, og auk þess hefði nefndin orðið að borga leigu fyrir borðbúnað, láta búa til hengi- tré fyrir fatnað og gjalda starfskonum í spítalanum kaup. Sagði hann greini- lega frá undirbúningsstarfi sínu og séra Rögnvaldar Péturssonar í Reykjavik, og að þeim hefði komið saman um að af- henda landsstjóminni á Islandi muni þá, sem notaðir voru í spítalanum og nefnd- in hefði keypt, einkum þar sem stjómin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.