Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 136
118
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á orðinni breytingu, borið upp og sam-
þykt.
tltlireiðslumál tekin fyrir. J. P. Sól-
mundsson las upp eftirfarandi nefndar-
álit:
Þingnefndin í útbreiðslumálum leggur
til, að þingið heimili félagsstjórninni alt
að $300, útbreiðslustarfi til eflingar á
þessu ári.
Hitt vill ekki þessi þingnefnd færast í
fang, að semja félagsstjórninni neinar
reglur um það, hvernig þvi fé skuli var-
ið. Shkt mun mjög verða að fara eftir
því, hvað bezt á við á hverjum stað og
tíma.
J. P. Sólmundsson.
Árni Eggertsson.
ólafur S. Thorgeirsson.
Mrs. J. E. Eiríksson.
H. Kristjánsson.
Plutti ræðumaður skörulega ræðu með
nefndarálitinu um það, hve tækifærið
væri sérstaklega mikið nú til útbreiðslu.
R. E. Kvaran taldi hyggilegra að
nefndin athugaði, hvort ekki væri unt
að koma með ákveðnari tillögu en gert
væri í nefndarálitinu.
J. P. Sólmundsson gerði grein fyrir
þvi ,að hann hefði sjálfur komið fram
með ákveðnar og sundurliðaðar tillögur
á þingi fyrir tveimur árum, en menn
hefðu ekki fært sér þær í nyt.
E. Sigurðsson og G. S. Friðriksson
lögðu til, að vísá álitinu aftur til nefnd-
arinnar.
Árni Eggertsson taldi betra að mæl-
ast til þess við væntanlega stjórnarnefnd,
að hún tæki bendingar, sem fram kynnu
að koma frá einstökum mönnum, til
greina, en samþykkja frumvarpið. J. P.
Sólmundsson mæltist einnig til, að það
væri samþykt i þessum búningi. Var þá
tillagan dregin til baka af E. S. og G.
S. F., og nefndarálitið síðan samþykt.
Á. P. J. benti á, að betur færi á þvi,
að nefndarálit, sem hefðu fjárútlát í
för með sér, væru send fjármálanefnd
til umsagnar, áður en þau væru sam-
þykt.
Forseti kvaðst skyldi taka þessa bend-
ingu til greina það sem eftir væri þings-
ins.
Fundi frestað til kl. 2 e. h.
* ¥ ¥
Fundur settur kl. 2 e. h. Fundargern-
ingur lesinn upp og samþyktur.
Forseti setti Guðm. Árnason í stað
J. Gillis, sem ekki hafði getað starfað,
í útgáfunefnd Tímaritsins.
Nefndarálit lágu engin fyrir, svo for-
seti tók tækifærið til þess að ræða um
og minna menn á Selskinnu. Gerði hann
grein fyrir tilgangi bókarinnar, og mælti
fastlega með því, að menn skrifuðu nöfn
sín og vandamanna sinna í bókina.
Sig. Vilhjálmsson mælti með því, að
allir Islendingar í Vesturheimi væru þar
skráðir. Gerði grein fyrir, hver ávinn-
ingur gæti síðar af því orðið, ef þessi
skrásetning yrði almenn.
Jónas Jónasson flutti ágæta ræðu um
gagnsemi Selskinnu og nauðsynina á
því að menn sintu henni.
Eftir bið þessa las J. J. Bíldfell nefnd-
arálit um inngöngu lestrarfélaga og ann-
ara skyldra stofnana í Þjóðræknisfélagið.
Var það á þessa leið:
Vér undirritaðir leggjum til, að stjórn-
arnefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið að
taka á móti tilboðum frá þeim félögum,
sem kynnu að vilja ganga i félagið, og
leggja þau fyrir þjóðræknisþing.
J. J. Bildfell.
Á. P. Jóhannsson.
J. Húnfjörð.
R. E. Kvaran taldi nefndarálitið með
öllu ófullnægjandi og benti á, að nefnd-
armenn hefðu ekki tekið til greina þær
bendingar, sem forseti hefði þegar gefið
í þessu máli.
Forseti bað ritara að taka sæti sitt,
og tók til máls. Tók hann í hinn sama
streng um það, að nefndarálitið væri ó-
fullnægjandi. Flutti hann langt og snjalt
erindi um nauðsynina á þvi, að taka sem
vinsamlegast á móti þeim tilboðum, sem
félaginu bærust um viðbót við félagið.
Taldi hann nefndarálitið vera nærri sama
sem afsögn á því, að sinna þeim til-
mælum, sem til mála hefðu komið, með
því að ætlast væri til að bíða yrði árlangt
v