Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 119

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 119
12. ársþing; Þjóðræknisfélag\s Islend- inga í Vesturheimi var sett í Goodtempl- arahúsinu á Sargent Ave., Winnipeg, 25. febrúar 1931, kl. 10. árdegis, með því að forseti bað þingheim að syngja sálminn “Lofið guð”. Forseti flutti því næst ávarp sitt til þingsins og fer það hér á eftir: Háttvirta þjóðræknisþing! Ekki þarf að kynna yður Þjóðræknis- félag Islendinga í Vesturheimi. Það er talið stofnsett í lok heimsstyrjaldarinnar, 1919. En í rauninni er það stofnað upp úr þjóðhátíð Islendinga í Milwaukee, Wisconsin, 1874. Félagsskapur íslenzkra manna hér vestan hafs, sem þá mynd- ast til varðveizlu þjóðernis vors, deyr aldrei út. En hann rís úr rústum hrun- inna halla við endalok ófriðarins. Ein- mitt þá átti þjóðernismeðvitundin með ýmsum þjóðum, sína upprisutíð. Dauði og líf eru einatt förunautar. En ekki komst þetta félag vort hjá örlögum Islendinga og aldarinnar. Ná- lega alt félagsstarf hefir síðan á ófrið- arárunum reynst örðugt. Mannkynið er lengi að ná sér eftir slíkar hörmungar, sem sú styrjöld reyndist. Glæður henn- ar lifa lengi i rústunum. Við vopnahlé eru vopnin að vísu lögð niður, en í björtum manna er enn ófriðargnýr. — Mannsandinn á oft örðugt með að átta sig á öfgum baráttunnar. ösjálfrátt kemur þetta niður á dýrmætum áhuga- málum, og það einatt af hálfu góðra drengja. Andlegt jafnvægi hefir hagg- ast við slík mannfélags-umbrot — jarð- skjálfta mannlífsins. Félagslífið á einn- ig sitt mannfall. Og nytsöm mál eru hér engin undanþága. Islendingar eru afkomendur víking- anna. Þeir hafa lagt niður vopnin og nú er þeim talið það til gildis, hve snemma i þroskasögu þjóðar vorrar einvígi voru numin úr lögum á Islandi. En deilumar öóu ekki út með einvígunum. Orðasenn- ur Islendinga eru enn mannskæðar. Og hið lakasta er, að tjónið lendir að jafn- aði á sameiginlegum nytsemdarmálum þjóðflokksins. Þjóðræknisfélagið er engin undantekn- ing í því efni. Þó vill það af fremsta megni komast hjá öllu, er tvístrar Is- lendingum. Eg man ekki eftir öðrum fé- lagsskap íslenzkum, er hefir það augna- mið, að yfirstíga allan venjulegan skoð- anamun manna til þess að sameina þá um það eitt, að þeir eru íslendingar, efla íslenzka bókvísi innbyrðis og út á við, og halda sem lengst og bróðurlegast í taugina, sem tengir Vestur-Islendinga við heimaþjóðina og alla kosti hennar. Árið mikla í sögu Islendinga, 1930, “er liðið í aldanna skaut”. Langt verður þess að bíða að slíkt ár vitji vor Is- lendinga aftur. En margar minjar þess eru ógleymanlegar og helgar. Alþingis- hátíð Islendinga er þá einnig um garð gengin. Líklega er hún einstæðasta há- tíðin, sem haldin hefir verið í allri mann- kynssögunni. Hún var hátíð friðar og einingar. Vegur Islands og Islendinga óx stórum liðið ár. Aldrei fyr hafa jafn margir erlendir menn tekið í þann strenginn, er togar land vort og þjóð í áttina til vegs og gengis. Orð skáldsins hafa reynst bókstaflega rétt: “Þín hefir farið fjöllum af frægð um allan heiminn. Yfir sollið Islands haf út um jarðar geiminn.” Um heimferðir Islendinga vestan um haf er flestum, er þing þetta sitja, þeg- ar kunnugt. Hart nær 500 vestur-ís- lenzkra gesta heimsóttu Island fyr eða síðar á árinu, og flestir eða allir þeirra sátu hátíð þjóðarinnar á Þingvöllum 26. —28. júní. Tæplega getur nokkur mað- ur sagt nógu vel frá viðtökum heima- manna, hvernig stjóm landsins og þjóð- in, undir forystu Alþingisnefndarinnar, fagnaði þessum gestum sínum vestan um haf. Og þeim, er um hálfrar aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.