Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 26
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFBLAGS ÍSLENDINGA
■t
ekki það, hvort tvíhyggja Nordals
sé rétt (um það sjá greinargerð
hans sjálfs í Vöku I, bls. 166),
heldur hitt, hvernig á því stendur,
að hann lítur svo á heiminn. Svar-
ið má lesa í Völuspár-útgáfu hans,
bls. 135—36:
“Öll tvíhyggja er runnin af þeirri
sjálfsathugun, að manninum finst
hann vera eins og strengur, sem
tvö öfl togast á um: efni og andi,
ilt og gott, tregða og líf. Þessi tvö
öfl eru í honum, sálarlíf hans hefir
kviknað milli þeirra eins og neisti
milli tveggja skauta. En þau eru
líka fyrir utan hann, meira en
hann: allur heimurinn er til orð-
inn fyrir baráttu þeirra og sam-
starf.’’
II.
Það er trúa mín að Nordal hafi
lýst sjálfum sér rétt, þar sem hann
segist vera “eins og strengur, sem
tvö öfl togast á um”, því hann hef-
ir ekki einungis sagt oss þann
sannleik hér berum orðum, heldur
virðist mega rekja þessa tvískift-
ingu eðlis hans í æfi hans og verk-
um, ekki sízt hinum beztu.
Sjálfsagt hefir Nordal hlotið
þessa tvöfeldni eðlis síns í vöggu-
gjöf, þessir frumdrættir sálarinnar
munu nær ávalt í blóðið bornir.
En þótt eðlisfar Nordals, eins og
líklega allra manna, sé arfur, þá
veldur hver á heldur þeim arfi, og
enginn vafi er á því, að Nordal
hefir ávaxtað sitt pund betur en
flestir aðrir.
Lítt kann eg að segja frá draum-
um hans á barnsaldri, því skeiði
æfinnar, sem mótar og festir frum-
drætti persónuleikans. Hann er al-
inn upp í sveit, og ást hans á sveit-
inni og sveitamenningunni er ef-
laust bundin við fagrar minningar
frá bernskuárunum. En þrátt fyrir
indæli náttúrunnar og heilnæmi
starfanna, sem sveitapilturinn á
við að búa, þá stefnir hugurinn oft
út og “upp yfir fjöllin háu”. — Og
þrettán ára gamall hefir hann lært
speki Hávamála um mannvit mik-
ið og orðstír, sem aldrei deyr.
Slíkir unglingar eru, sem betur
fer, venjulega sendir í skóla. Og
Nordal sýnir fljótt hvert erindi
hann á þangað: hann er efstur í
bekk en les utan skóla, þegar hann
getur komið því við. Augsýnilega
er kapp hans mikið og lítt skift á
þessum árum.
En á stúdentsárunum fer tvíeðli
hans fyrir alvöru að gera vart við
sig. Eigi er mér kunnugt um hætti
hans á þeim árum, en ef nokkuð
má marka skáldskap hans, þá
virðist hann ekki hafa fyrirlitið
speki stökunnar, sem Lúter er eign-
uð:
“Hver sem aldrei elskar vín,
óð né fagran svanna, o. s. frv.
í eftirmála að “Fornum ástum”.
sem höfundurinn segist raunar
hafa verið að hugsa um að kalla
“Gamlar syndir’’ — segir hann svo
frá, að á þeim árum hafi hugurinn
viljað “hneigjast meira en góðu hófi
gegndi frá skyldustörfunum að
skáldskap og draumórum.”
Skyldustörf og skáldskapur —
tvö öfl, sem heyja harða baráttu í
persónunni. Annars vegar þurr vís-
indastarfsemi, þolinmæðisverk og
sjálfsafneitun knúð fram af metn-
aði hans og viljanum til valds;