Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFBLAGS ÍSLENDINGA ■t ekki það, hvort tvíhyggja Nordals sé rétt (um það sjá greinargerð hans sjálfs í Vöku I, bls. 166), heldur hitt, hvernig á því stendur, að hann lítur svo á heiminn. Svar- ið má lesa í Völuspár-útgáfu hans, bls. 135—36: “Öll tvíhyggja er runnin af þeirri sjálfsathugun, að manninum finst hann vera eins og strengur, sem tvö öfl togast á um: efni og andi, ilt og gott, tregða og líf. Þessi tvö öfl eru í honum, sálarlíf hans hefir kviknað milli þeirra eins og neisti milli tveggja skauta. En þau eru líka fyrir utan hann, meira en hann: allur heimurinn er til orð- inn fyrir baráttu þeirra og sam- starf.’’ II. Það er trúa mín að Nordal hafi lýst sjálfum sér rétt, þar sem hann segist vera “eins og strengur, sem tvö öfl togast á um”, því hann hef- ir ekki einungis sagt oss þann sannleik hér berum orðum, heldur virðist mega rekja þessa tvískift- ingu eðlis hans í æfi hans og verk- um, ekki sízt hinum beztu. Sjálfsagt hefir Nordal hlotið þessa tvöfeldni eðlis síns í vöggu- gjöf, þessir frumdrættir sálarinnar munu nær ávalt í blóðið bornir. En þótt eðlisfar Nordals, eins og líklega allra manna, sé arfur, þá veldur hver á heldur þeim arfi, og enginn vafi er á því, að Nordal hefir ávaxtað sitt pund betur en flestir aðrir. Lítt kann eg að segja frá draum- um hans á barnsaldri, því skeiði æfinnar, sem mótar og festir frum- drætti persónuleikans. Hann er al- inn upp í sveit, og ást hans á sveit- inni og sveitamenningunni er ef- laust bundin við fagrar minningar frá bernskuárunum. En þrátt fyrir indæli náttúrunnar og heilnæmi starfanna, sem sveitapilturinn á við að búa, þá stefnir hugurinn oft út og “upp yfir fjöllin háu”. — Og þrettán ára gamall hefir hann lært speki Hávamála um mannvit mik- ið og orðstír, sem aldrei deyr. Slíkir unglingar eru, sem betur fer, venjulega sendir í skóla. Og Nordal sýnir fljótt hvert erindi hann á þangað: hann er efstur í bekk en les utan skóla, þegar hann getur komið því við. Augsýnilega er kapp hans mikið og lítt skift á þessum árum. En á stúdentsárunum fer tvíeðli hans fyrir alvöru að gera vart við sig. Eigi er mér kunnugt um hætti hans á þeim árum, en ef nokkuð má marka skáldskap hans, þá virðist hann ekki hafa fyrirlitið speki stökunnar, sem Lúter er eign- uð: “Hver sem aldrei elskar vín, óð né fagran svanna, o. s. frv. í eftirmála að “Fornum ástum”. sem höfundurinn segist raunar hafa verið að hugsa um að kalla “Gamlar syndir’’ — segir hann svo frá, að á þeim árum hafi hugurinn viljað “hneigjast meira en góðu hófi gegndi frá skyldustörfunum að skáldskap og draumórum.” Skyldustörf og skáldskapur — tvö öfl, sem heyja harða baráttu í persónunni. Annars vegar þurr vís- indastarfsemi, þolinmæðisverk og sjálfsafneitun knúð fram af metn- aði hans og viljanum til valds;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.