Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 89
Eftir dr. Steinfir. Mattlua.sson. Vorið 1926 var eg staddur í Rómaborg og tók þátt í hand- læknafundi miklum, sem þar var haldinn. Þá heimsótti eg páfann í höll sinni. Ekki fór eg þó á fund hans einn míns liðs, heldur í hópi mörg hundruð 'annara lækna og aiH- margra kvenna, sem slógust í för með okkur. Páfinn bauð okkur til sín. Ekki gerði hann það þó að fyrra bragði, heldur af því, að for- stöðunefnd læknafundarins kom honum til þess gegnum bakdyra- makk við hans þjóna og kardínála. Var það einn þáttur í mörgum ráð- stöfunum nefndarinnar til þess að stytta okkur læknunum stundirnar þann tíma, sem við dvöldum í Róm. Við fengum boð um að koma í einum hóp sunnudaginn 9. apríl kl. 1 e. h.. En þeir skilmálar fylgdu að allir karlmenn skyldu klæðast venjulegum viðhafnarbúningi, en kvenfólk svörtum skósíðum kjól- um og svörtum sokkum, og skyldu kjólarnir vera hátt hneptir í háls- inn og með löngum ermum, svo sem það væri hans háhelgi páfan- um að angri, og blátt áfram and- styggilegt, að sjá nema sem allra minst af meira eða minna syndum spiltu holdi kvenfólksins. Margar ungar og fríðar læknakonur og dætur höfðu alls ekki búist við svona viðtökum og voru hreint ekki útbúnar í slíka ferð. Þær þurftu því að kaupa sér eða lána allskonar svartar druslur og dökkar slæður til þess að hylja með nekt sína. Og svo var farið á stað. Á tilsettum tíma var öll fylking- in mætt við eirdyrnar miklu, sem loka aðgöngu að híbýlum páfans í Vatikanhöllinni. En þær dyr eru mesta völundarsmíði með einlægum upphleyptum myndum af englum og dýrlingum og ótalmörgu á himni og jörðu. Upp lukust dyrnar og inn gekk hópurinn fram hjá miðaldar- lega en snoturlega klæddum varð- mönnum, sem höfðu atgeira í hönd- og reidda um öxl. Það voru hvat- legir og fríðir ungir menn, þessir lífverðir páfans, og þeir voru ekki einasta í blárendum brókum eins og Skarphéðinn, heldur voru stutt- brækur þeirra að auki með hvítum, rauðum og gulum röndum langs- eftir og svipaðan lit höfðu kirtlar þeirra, en sokkar gulir og skygða hjálma báru þeir á höfði. Meðan við nú gengum upp marga breiða stiga og eftir löngum göng- um í hinni hárjáfruðu eirslegnu höll, urðu á vegi okkar aftur og aftur tveir slíkir varðmenn. Senn staðnæmdust við í stórum sal til að taka af okkur yfirhafnir og af- lienda einum páfans skrifara vora aðgöngumiða, en hann sat íbygg- inn og öldurmannlegur með gler- augu á nefi við skrifborð sitt. Tók hann við miða hvers eins og kann- aði alla hjörðina til að sannfær-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.