Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 89
Eftir dr. Steinfir. Mattlua.sson.
Vorið 1926 var eg staddur í
Rómaborg og tók þátt í hand-
læknafundi miklum, sem þar var
haldinn.
Þá heimsótti eg páfann í höll
sinni. Ekki fór eg þó á fund hans
einn míns liðs, heldur í hópi mörg
hundruð 'annara lækna og aiH-
margra kvenna, sem slógust í för
með okkur. Páfinn bauð okkur til
sín. Ekki gerði hann það þó að
fyrra bragði, heldur af því, að for-
stöðunefnd læknafundarins kom
honum til þess gegnum bakdyra-
makk við hans þjóna og kardínála.
Var það einn þáttur í mörgum ráð-
stöfunum nefndarinnar til þess að
stytta okkur læknunum stundirnar
þann tíma, sem við dvöldum í Róm.
Við fengum boð um að koma í
einum hóp sunnudaginn 9. apríl
kl. 1 e. h.. En þeir skilmálar fylgdu
að allir karlmenn skyldu klæðast
venjulegum viðhafnarbúningi, en
kvenfólk svörtum skósíðum kjól-
um og svörtum sokkum, og skyldu
kjólarnir vera hátt hneptir í háls-
inn og með löngum ermum, svo
sem það væri hans háhelgi páfan-
um að angri, og blátt áfram and-
styggilegt, að sjá nema sem allra
minst af meira eða minna syndum
spiltu holdi kvenfólksins. Margar
ungar og fríðar læknakonur og
dætur höfðu alls ekki búist við
svona viðtökum og voru hreint ekki
útbúnar í slíka ferð. Þær þurftu því
að kaupa sér eða lána allskonar
svartar druslur og dökkar slæður til
þess að hylja með nekt sína. Og
svo var farið á stað.
Á tilsettum tíma var öll fylking-
in mætt við eirdyrnar miklu, sem
loka aðgöngu að híbýlum páfans
í Vatikanhöllinni. En þær dyr eru
mesta völundarsmíði með einlægum
upphleyptum myndum af englum
og dýrlingum og ótalmörgu á himni
og jörðu. Upp lukust dyrnar og inn
gekk hópurinn fram hjá miðaldar-
lega en snoturlega klæddum varð-
mönnum, sem höfðu atgeira í hönd-
og reidda um öxl. Það voru hvat-
legir og fríðir ungir menn, þessir
lífverðir páfans, og þeir voru ekki
einasta í blárendum brókum eins
og Skarphéðinn, heldur voru stutt-
brækur þeirra að auki með hvítum,
rauðum og gulum röndum langs-
eftir og svipaðan lit höfðu kirtlar
þeirra, en sokkar gulir og skygða
hjálma báru þeir á höfði.
Meðan við nú gengum upp marga
breiða stiga og eftir löngum göng-
um í hinni hárjáfruðu eirslegnu
höll, urðu á vegi okkar aftur og
aftur tveir slíkir varðmenn. Senn
staðnæmdust við í stórum sal til
að taka af okkur yfirhafnir og af-
lienda einum páfans skrifara vora
aðgöngumiða, en hann sat íbygg-
inn og öldurmannlegur með gler-
augu á nefi við skrifborð sitt. Tók
hann við miða hvers eins og kann-
aði alla hjörðina til að sannfær-