Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 122
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skipa — sem marga af öðrum þjóðflokk-
um — um ágæti íslenzkrar menningar,
hví þá að styðja hér ekki beinlínis að
varðveizlu ættararfsins ?
Vitanlega fór mikill hluti árs í heim-
ferðar-undirbúning og til heimferðar-
innar. Þá féll og yfir óvenjuleg óáran,
svo að fátt af starfi manna hefir fært
út kvíarnar. En undantekning mun það,
að hinir yngri, er heimsóttu Island í
sumar er leið, hafi ekki snúið hingað
íslenzkari og þjóðræknari. Má vera að
enn séu þeir ekki meðlimir félagsins.
En í framtíðinni hlýtur ást þeirra til
Islands að auka útbreiðslu félags vors
og skilning á starfi þess.
1 útbreiðslu erindum vitjaði Jón J.
Bíldfell í haust og vetur nokkurra bygða
i nafni Þjóðræknisfélagsins. Ekki er mér
fullkunnugt um árangur þeirra ferða.
En þær heimsóknir veit eg að hafa aukið
vinsældir félagsins.
Deildir þess hafa ekki sent mér skýrsl-
ur, nema ein þeirra, deildin “Island” að
Brown, Man. Þar hefir starfið enn geng-
ið ágætlega, Islendingahópurinn þar ná-
lega allur með starfinu, og hefir með-
limum heldur fjölgað á árinu. En deild-
irnar gera vafalaust þinginu grein fyrir
högum sínum.
I gegnum mínar hendur hafa á árinu
milli 60 og 70 meðlima gengið í félagið.
A þingi í fyrra gat eg um málaleitun
“Vísis” félags Islendinga I Chicago, um
inngöngu í Þjóðræknisfélagið. Ekki gat
þó orðið af þeirri einingu, þvi miður.
Síðan er kunnugt um islenzk lestrarfélög,
er hafa í huga sameiningu við félag
vort. Er slík sameining eðlileg og æski-
leg. Verður það eitt af verkefnum þessa
þings, að hjálpa þeirri stjórn, er fram-
vegis fer með mál félagsins, að koma
slíkri eining í framkvæmd, annaðhvort
með lagaheimild eða þingsályktan.
Fræðslumálið, annað höfuðmál vort,
er ofið inn í alt vort starf. Sérstök
kensla á sér stað, sem að undanförnu,
á sviði sönglistarinnar. Islenzkukensla
fer fram fyrir börn og unglinga í Winni-
peg og Selkirk. I Selkirk taka þátt í
þeim lærdómi 80—90 ungmenni. Auk
þess hefi eg vikulega lesið íslenzku með
smáhóp fullorðins fólks og kanadiskum
æskumanni, er hjá mér var í fyrra.
Fyrir heimferðarmálinu mun Heim-
ferðarnefndin gera þinginu skil. Það á
ekki við að eg fjölyrði um þá nefnd. En
eg vona að þingið meti starf hennar, og
kannist við, hve byrði sú er hún bar,
var örðug viðfangs og hve vel leiðang-
urinn heim tókst.
Síðasti árgangur Tímaritsins, er á-
reiðanlega aðal þrekvirki félags vors á
árinu. Það er merkið, . sem vér getum
borið og bent á án kinnroða.
Um bókasafn félagsins get eg þess,
að um húsnæði fyrir það var samið við
ólaf S. Thorgeirsson. Smám saman er
það mál að færast í lag. Safninu bætast
bækur, og í sumar var mér lofað af öt-
ulum manni i opinberri stöðu, að hlynna
að bókasafni félagsins með beinni lög-
gjöf frá Alþingi.
iþróttamálið, samvinnan við ísland og
þátttaka í þjóðlegum sýningum hér
vestra, ætti að koma til greina á þessu
þingi, þótt eigi séu þau mál talin á aug-
lýstri dagskrá.
Forsætisráðherra Manitobafylkis, John
Bracken, bauð forseta þátttöku í hátíða-
ráðstöfun fylkisins. Þótti mér vel við
eiga sú viðurkenning á þessum félags-
skap Islendinga, af einum æðsta valds-
manni þessa fylkis. I fjarveru minni
gegndi varaforseti félagsins, séra Rún-
ólfur Marteinsson, þeirri kvöð. Auk þess
hefir varaforsetinn einatt gegnt fundar-
stjórn i fjarveru minni, og ávalt hefir
Jóns Bjamasonar skóli staðið oss opinn
til fundarhalda. Fyrir slíkt er sjálfsagt
að þakka.
Samkvæmt ráðstöfun síðasta þings
var félagið löggilt og lög þess prentuð
á árinu.
Að nýafstöðnu síðasta þingi, féll til
jarðar merkur og ágætur starfsmaður
félagsins, Halldór S. Bardal. Var hann
um langt skeið embættismaður þess og
á síðasta þingi gerður heiðursfélagi. Dó
hann skömmu eftir þinglok og er þvi
nafns hans hvergi getið í skrá heiðurs-
félaga. Fól stjórnarnefndin mér að minn-
ast fráfalls hans við nánustu ættingja
hins látna, og gerði eg það með bréfi,
dags. 27. marz síðastliðinn.
Efalaust féllu frá á árinu fleiri félag-
ar, þótt eigi sé unt að geta nafna þeirra
hér. En allra þeirra, er arfinum íslenzka