Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 111
HANNES HAFSTEIN
93
útflutningur úr landi, dugandi
manna, svo aS horfði til landauðn-
ar. Margir örvæntu þá um fram-
tíð lýðs og lands. —
Hjartameyrir unglingar og brjóst-
kramir, horfðu þá fram á lokuð
sund og fiskimið þakin hafísum, en
landið kalið og blásið upp. —
Heima-alningar hrukku við, þegar
þessi karlmenskuljóð H. H. birtust.
Og þeim varð að orði: Hvað er að
heyra? Skyldi þessum manni vera
alvara? Er honum svona glatt í
geði? í raun og veru, svona ofsa-
glatt? Eða er hann að gera sér
upp gáska?—En spurnirnar hljóðn-
uðu. Engir falstónar vóru í þess-
um skáldskap. Uppgerðarkæti segir
til ef óheilt er undir — hún kemur
upp um sig.
Hannes Hafstein þurfti víst ekki
að slá í Létti sinn. Hann var svo
náttúrufús til skeiðsins. Og ridd-
arinn þessi óttaðist ekki að jörð-
in rifnaði niður í rauðar glóðir
undan hófgripinu. Hann þorir aö
vekja upp á bæjunum þessvegna.
Slíkir menn una ekki seinagangi
né tölti, meðan þeir eru í broddi
lífsins. Hannes Hafstein var glæsi-
menni í skáldskap eigi síður en
gleðimaður. Hann ber sig höfð-
inglega við Gullfoss, þegar hann
laugar hjarta sitt í úða hans og
“seilist upp í friðarbogakossinu’’
og hneigir sig fyrir litskrúðinu,
sem er gullfagurt.
Kristján Fjallaskáld biður Detti-
foss að tárfella yfir sér. Sú hugs-
un er skáldleg en eigi karlmann-
leg að sama skapi.
Hannes lætur sér ekki detta í
hug nábjargir andspænis Gullfossi.
Hann er allur sólarmegin og á
bandi þeirra dísa, sem spinna
þræði í guðvefi lífsins.
Unga menn, sem risnir eru á
legg fýsir undir friðarbogann, ~ sem
hvelfist yfir Gullfossi — þegar
þeir liafa lesið þetta kvæði Hann-
esar. Þannig getur glaður hugur
karlmennis þrifið til kynslóðar og
lyft henni upp í birtu. Þunglynd
þjóð þarf að fá þetta ákail, þessa
eggjun, og herhvöt, svo að hún
jeða böm hennar, hrökkvi við,
teygi úr sér, þenji brjóstið og
standi á öndinni, hlusti og horfi og
strengi heit, taki til verka á öllum
sviðum og vinni sigra.
— Hannes Hafstein hafði haft
lágt um sig svo að árum skifti.
þegar hann kvaddi sér hljóðs með
Brúardrúpu sinni við Ölvesá.
Tryggvi móðurbróðir hans hafði
bygt brúna sér í skaða, þegar
reiknað er á landsvísu. Sú brú
var þá mesta stórsmíði sinnar
tegundar í landi voru og dverga-
smíð að fegurð. Drápa H. H. var
með sama hætti og ferðakvæ<’íí
hans að því leyti, sem hún túlkaði
glaðværð hetjuhugans, og trúna á
framtíðina.
“Andans dáðir fylgi heilum
höndum,
hefjum viðlíkt starf á andans-
löndum”.
—vegna þess að
“Hér í landi þarf svo margt að
brúa:
jökulár á landi og í lundu,
lognhyl margan bæði í sál og
grundu”