Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 108

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Síða 108
90 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ar. Stundum skiftast þau á gjöf- um, þjóðin og h'öfuðskáldin, þann- ig, að þjóðlífið er gert að yrk- isefni. Þá gefur þjóðin atburði, en skáldið meðferð. Þá er svo komið, að aldarhátturinn mótar skáldið og jafnframt mótar það aldarhátt- inn. Þessi gagnkvæmu áhrif sjást víðsvegar í mannkynssögunni. Lít- um á Gyðinga, t. d. Hebreaskáldin — spámennirnir — skálda um Jah- ve og þjóðernið, af því að hugur þjóðarinnar hné að þeim efnum. Þjóðin, aldarháttur hennar, skapar skáldin, og þau halda svo þjóðern- inu við. — Arabar yrkja um nautna- gleði, sem spámaður þeirra hefir lofað áhangendum sínum í þessu lífi og öðru. Þau hrífast með ald- arhættinum. — Forn-Grikkir kváðu ódauðleg kvæði um herferðir og bardaga, af því að þjóðlífið í þeirra löndum snerist um hetjudáðir. — Forfeður vorir kváðu drápur um höfðingja, meðan drápsaldirnar gengu yfir Norðurlönd. — Þegar vígaferli slotar, og katólskur sið- ur hefst, fjallar norræn tunga um heilaga menn og guðsmóður. Sá aldarháttur gerir skáldhneigða menn að skósveinum sínum eða merkisberum. Þegar bezt gerir, hefja skáldin aldarháttinn í æðra veldi en lífiö sjálft gerir. En á hinu leytinu vill það viðbrenna, að skáldin dragi aldarháttinn niður í skarnið — geri ilt verra, vísvitandi eða óviljandi. Vér, sem þetta land byggjum, erum svo settir, að ljós og yl skort- ir á borði náttúrunnar og hefir skort frá landnámstíð. Þau áföll hafa gengið of oft yfir ey vora, að gervalt líf í landinu hefir verið í veði, komist á heljarþröm. Tilfinn- ingamenn þjóðarinnar hafa fundið 'til háskans og borið hann á borð fyrir alþýðu í ljóðum. Skáldin eiga nokkurskonar sjónauka, sem marg- faldaði hættuna. Þegar trúin á landið og lýðinn þvarr og hagur þjóðarinnar niður-níddist, komu á kreik kvæði um sífelda hnignun manndáðar, og þau iétu í veðri vaka örvæntingu um viðreisn lands og lýðs. Hér í landi hafa dapurlegir kviðl- ingar gert landslýðnum dimt fyrir augum öldum saman. Fjöldi kvæða fjallar um heimsendi og hörmung- ar hinum megin grafar. Kveður við þann tón frá siðaskiftum og alt til vorra daga. Man eg að í ungdæmi mínu kváðu rosknir menn með dapurlegri rödd þessa, annars vel kveðnu vísu úr Tímarímu: “Hygg eg liðið heims á dag, herrann þó að viti; sígur undir sólarlag, sýnist bregða liti.” Ýmsar bögur af þessari tegund voru þá þaulkveðnar. Þessi yfirvof- andi örlög blöstu við hugsjónum íslendingsins og héldu fyrir honum vöku, gerðu hann vonlítinn og voteygan og deigan til fram- kvæmda, niðurlútan og litverpan. Skáld, sem spunnu þenna toga, juku ógleði fólksins með drunga- legri rödd sinni og andvörpum. Og svo er enn í löndunum, að skáldin orka á lýðinn, eigi síður í skáldsögum en ljóðagerð. Sú skáld- sagnagerð fór yfir álfu vora á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.