Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Side 72
54
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
til tíu ára gamall, fór liann að fara
niður í bygðina, til að fá lánaðar
bækur. Þar var bæði lestrarfélag
og margir bændur, sem áttu álit-
leg bókasöfn, bæði af prentuðum
og rituðum bókum. Þeir gátu ekki
fengið af sér að synja þessum nám-
fúsa dreng um bækurnar ,og þann-
ig atvikaðist það, að hann flutti
margan dýrmætan böggul undir
hendinni, heim í selið. Nú opnað-
ist nýr heimur fyrir honum. Hann
las söguna af Gretti, sem vitnaði
svo glögt um það, að sitt væri
hvað gæfa og gervileiki. Grettir
var allra manna bezt á sig kominn
að afli og hreysti; afl sitt, mann-
vit og hittinyrði, notaði hann til að
brjóta forynjur á bak aftur og verja
hlut lítilmagna, en samt sem áður
varð hann sekur skógarmaður í
tuttugu ár. Stefán gat aldrei þreyzt
á að horfa út í Drangey, þar sem
Grettir hafðist við seinustu ár æf-
innar og barðist um líf sitt að lok-
um, helsjúkur á knjánum, en án
þess þó að láta hugfallast. Hann las
einnig söguna af Agli, sem sjö ára
gamall vá mann í fyrsta sinn og
orti um það kornungur, að hann
vildi verða víkingaforingi, í vísu,
sem enn er til. Hann las goða- og
hetjukvæðin í Eddu, og frásagnir
Heimskringlu af Noregskonungum.
Hið norræna fornaldarlíf fylti allan
huga hans. Og jafnhliða nam hann,
án þess að verða þess var eða
hugsa út í það, hinn óþrjótandi
auð tungunnar og margvíslega æfa-
gamla lífsspeki af vörum foreldra
sinna, í þulum og kvæðum, sögn-
um og æfintýrum, orðskviðum og
vísum. Sjálfur hafði hann enga
hugmynd um, hversu margfróður
hann var. í augum hans, sem
aldrei hafði séð skóla á æfi sinni,
var Latínuskólinn í Reykjavík eins-
konar inngöngudyr til allrar sannr-
ar mentunar. Hann leit mjög upp
til hinna lærðu manna, sem hlot-
ið höfðu liina klassisku mentun.
Sjálfur hafði hann byrjað í æsku
að yrkja vísur, og honum var það
ljóst, hvað hin háskólagengnu skáld
eins og Bjarni Thorarensen og
Jónas Hallgrímsson, gnæfðu hátt
yfir alþýðuskáldin. Hitt hugsaði
hann ekki út í, að íslenzkan var
einnig klassisk forntunga, alveg
eins og latínan og grískan, og þar
að auki var hún lifandi tunga og
móðurmál hans. Hann hugsaði ekki
út í það, að íslenzki bóndinn þurfti
ekkert annað en að losa sig við
ofurlítið af úreltum smekkleysum
og öðlast víðara útsýni, til þess að
geta náð á ný fótfestu í bókment-
unum, og bygt ofan á glæsilega
undirstöðu fornaldarinnar. En ein-
mitt í þessu efni var það þó, sem
Stefán ruddi leiðina fyrir aðra.
Þegar hann, eins og svo margir
aðrir íslenzkir bændasynir, hélt þá
sæla, “sem slökt fengu fróðleiks-
þorsta sinn við uppsprettulindir
Minervu’’, þá skildi hann það ekki,
að það er einnig hægt á þeim stað
að “slökkva fróðleiksþorstann’’ í
annari og verri merkingu, og að
þetta kemur líka oft fyrir í skólum.
Einmitt vegna þeirra ytri örðug-
leika, sem hann átti við að búa,
braut hann listgáfu sinni þá leið,
sem hann hefði ef til vill aldrei
rutt, ef hann hefði átt þess kost,
að ganga út á hinn breiða þjóðveg
skólanámsins.
Stefán fluttist frá æskuheimili