Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 29
Indriði Einarsson
11
Hrifning fólksins yfir “Nýjárs-
nóttinni” var sýnilega mikil og al-
menn. Álfadansinn í lienni varð
til þess, að sögn, að lirinda af stað
hinum almenna sið að liafa álfa-
dansa og brennur úti á þrettánd-
anum. Var fyrsti álfadansinn
haldinn á Tjörninni í Eeykjavík
fyrsta þrettándann eftir að “Nýj-
ársnóttin” var leikin, og þá orti
Jón (ílafsson “Máninn hátt á
himni skín.” Litlu síðar sendi ein-
hver áhorfandi álit sitt um leikinn
til ÞjóðólfsÁ) Dáist hann einkum
að kvæðinu, sem ort var út af
Kötludraumi “Inni Kári sat í sal.”
Loks gengust þeir Helgi E. Helge-
sen kennari og Magnús Stephen-
sen landshöfðingi fyrir samskotum
til höfundarins og námu þau 150
ríki.sdölum; sjálfsagt góður skild-
ingur í þá daga. Kannske hefir
Indriði notað dalina til að koma
Nýjársnóttinni á prent;**) að
minsta kosti tileinkar liann þeim
Helga og Magnúsi bókina.
Þessi gamla “Nýjársnótt” var
síðan leikin í Glasgow, sölubúð E.
Egilssonar 1873,***) á Skandín-
avíu, öðru nafni “sjúkrahúsi
Reykjavíkur” 1882,****) og í
Goodtemplarahúsinu 1891.*****)
Auk þess gekk hún á Akureyri, í
Hafnarfirði, Keflavík, í Winnipeg
*)23. jan. 1872.
**)jVýjársnóttin. Sjónleikur í þremur sýn-
ingum, eftir IndriSa Einarsson. Akureyri
1872. — pegar hún var leikin var hún I
“fjórum flokkum” að sögn Pjóðólfs.
***)Pjóðólfur 3. 21. jan. 1873 (þrem sinn-
um).
****)Pjóðólfur 25. febr. 1882.
og víst víðar, líklega alls um
hundrað sinnum áður en hin yngri
gerð leiksins kom til sögunnar.*)
Hylli “Nýjársnæturinnar” hlýt-
ur að hafa ýtt undir Indriða að
skrifa fleiri leikrit, og raunar
hafði hann fleira en eitt í liöfðinu
áður en hann lyki stúdentsprófi
vorið 1872. Fyrst og fremst voru
það ‘ ‘ Hellismenn. ” Þá hafði hann
skrifað að mestu áður liann varð
stúdent, en hann bætti um þá
fyrsta veturinn sem hann var í
Höfn (1872-73). “Hellismenn”
eru miklu náskyldari “Útilegu-
mönnum” Matthíasar og “Ræn-
ingjum” Scliillers en “Nýjársnótt-
in.” Eins og kunnugt er samdi
Matthías “Útilegumennina” með-
an minningarnar um öræfi lands-
ins voru enn ferskar í hug hans
eftir ferðalagið með kvekurun-
um.**) Á svipaðan hátt skrifaði
Indriði “Hellismenn” upp úr á-
hrifum þeim, er hann varð fyrir
vor og' haust á leið sinni um Kal-
mannstungu. “Eg varð svo hrif-
inn af náttúrunni, hraununum,
skóginum, Surtshelli og Vopna-
lág,” skrifar hann, og frá einni
slíkri ferð að vorlagi 1870, hefir
hann skýrt í greinni “Á Mælifells-
dal.”***) Það er gaman að taka
eftir því, að bæði Matthías og
Indriði eigna íslenzkri náttúru
upptökin að þessum verkum sín-
um. En “Hellismenn” vora ann-
ars ortir upp úr hinni borgfirzku
þjóð.sögu, “ Hellismanna-sögu, ” er
*)lsafold 31. marz 1917.
**)M. Joi-'h.: Sögukaflar af sjálfum mér,
bls. 159.
*****)lsafold 28. febr. 1891; Fjallkonan 10.
marz 1891,
***)Morgunn 5:209-216.