Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 34
16
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
hinum tveim var annað vandað og
vel samið rit — en getur ei kallast
leikrit lieldur kafli úr sögu lands-
ins í samtali og eintalsformi, hið
fjórða má að vísu sýna á leiksviði
hér, en er gallað.” Verðlaun voru
því ekki veitt, en nú var lieitið
1,000 kr. fyrir leik tilbúinn 31.
marz 1893.*) Þessi tvö síðast-
n-efndu leikrit, sem nokkurs þótti
um vert voru “Grissur Þorvalds-
son” eftir Eggert Ó. Briem (prent-
að í Draupni 1895-99) og fyrsta
gerð af “Skipið sekkur” eftir
Indriða. Ekkert af leikritum Ind-
riða hefir átt sér jafnlanga upp-
runa-sögu og þetta. 1 sjö ár
(1891-97)skrifaði hann það upp
aftur og aftur, og guð má vita,
livort honurn hefir líkað það, þegar
lians loksins lét það fara. “Þar
gaf eg raunsæisstefnunni alt það
sem eg gat til þess að hugsa aldrei
um hana síðar,” segir hann.**)
En áður en þessu leikriti er lýst, er
rétt að geta þess, sem Indriði gerði
annars á þessum árum fyrir hina
íslenzku leiklist.
J. C. Poestion getur þess í leik-
sögu sinni,***) að Indriði Einars-
son liafi verið leiðbeinandi eða
leikstjóri á árabilinu 1889-1897 og
mun það vera rétt. Á þessu ára-
bili mun hann liafa þýtt upp
“Æfintýri á Grönguför” eftir
Hostrup, það var leikið ásamt
*)Sjá ísafold 22. febr. 1890; 10. jan. 1891;
18. nðv. 1891.
**)Bréf 2. maí 1929.
***)Zur Geschichte des islándischen Dramas
und Theaterwesens Wien, Mayer & Kq. 1903.
bls. 67. Sbr. og grein um Indriða eftir E. H.
Kvaran í leikskrá Leikfél. Rvíkur. IV. 2.
(1907-08).
“Nýjársnóttinni” og dönsku smá-
leikriti í marz 1891.*) Árið eftir
færðust leikendurnir það í fang að
sýna “Víkingana á Hálogalandi”
eftir Ibsen, í þýðingu þeirra Ind-
riða og Elggerts Ó. Briem, og þótti
þrekvirki, enda var það fyrsta
Ibsen-leikritið sýnt á Islandi.**)
Var frumleikurinn 26. febrúar
1892. Tveim árum síðar voru
‘ ‘ Hellismenn ’ ’ sýndir, eins og áður
er getið; það gerði Stúdentafélag-
ið með aðstoð Indriða.***) “Hell-
ismenn ’ ’ tókust vel, allvel tókst og,
að sögn blaðanna, annað leikrit
eftir Indriða, sem hann kallaði
“Systkinin í Fremstadal.”****)
Það var fyrst leikið 6. janúar 1895
í leikhúsi Breiðfjörðs og gekk alls
sex sinnum. Kucliler segir,*****)
eflaust eftir sögn Indriða sjálfs,
að hann liafi fengið liugmyndina
að leiknum í Edinborg 1877, er
hann sá þar “Pygmalion and
Gralatea” (eftir William Schwenk
Grilbert, 1871). Seinna týndist
leikritið, en Kuchler liefir gefið
efni þess í leikritasögu sinni, virð-
ist það eftir því ekki liafa verið
mikils virði. Annars verður að
vísa til þess, sem þar er sagt.
Veturinn 1896-97 markar tíma-
*)ísafold, 28. febr. 1891; Fjallkonan, 10.
marz 1891.
**)lsafold, 2., 9. og 12. marz 1892. pjóðólf-
ur 4. marz 1892. Ben. Gröndal skrifaði
rokna fellidóm um leikinn í pjóðólfi 1. apr.
1892, sjá ennfr. Pjóðólf 29. apr., 28. nóv.
1892, 26. maí 1893.
***)Sjá I. E.: Stúdentafélagið fimmtfu ára
bls. 25.
****)pjóðólfur 11. jan. 1895.
*****)Geschichte der isl. Dichtung der
Neuzeit II. Dramatik, bls. 57-59.