Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Page 36
18
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
kvenfrelsisins, þá virÖist manni
nú, að sú málafærsla sé mjög væg’i-
leg. Samt sem áður má ráða það
af því hvernig Indriði lýsir al-
menningsálitinu í gerfi frú Thor-
kelín, að ekki hefir þurft á þessum
árum liarðari sókn af höndum
framfaramanna til þess að kjafta-
kerlingarnar færu í ham út af því.
Og ekki eingöngu kjaftakerlingar,
heldur jafnvel betri borgarar, eins
og t. d. ritstjóri Þjóðólfs,*) þegar
ritið loks var leikið upp úr nvjári
1903. Annars fann Þjóðólfur leikn-
um það til foráttu, að fátt væri í
honum sérkennilegt fyrir íslenzkt
þjóðlíf og málið óíslenzkulegt, og
þessar aðfinslur tók Poestion upp
í greinargerð sinni um leikinn.**)
Poestion var meira að segja helzt
á því, að leikurinn væri hrein og
bein bindindisprédikun! En Þjóð-
ólfur gat alveg eins vel sakað
heldra fólk Reykjavíkur um, að
það væri ekkert sérkenuilega ís-
lenzkt við það. Að vísu kveðst
Indriði ekki hafa tekið annað beint
eftir atburðum í Reykjavík en
dnikknun Kristjáns, sem gerð er
eftir druknun Sigurðar adjúnkts
Sigurðssonar og annars manns á
leið innan frá Elliðaám til Reykja-
víkur. En því varð Indriða þessi
atburður svo minnisstæður, að þeir
höfðu boðið honum að vera með á
bátnum, en hann kom þrem mínút-
um of seint!***) En þótt gjald-
þrot Johnsens ætti sér enga beina
fyrirmynd, þá vantaði það ekki að
*)Pj6Sólfur 20. febr. 1903.
**)Zur Geschichte des islandlschen Dramas,
bls. 62-66.
***)Bréf 8. des. 1935.
sumir menn tækju sögu hans til
sín; sýnir það að ekki hefir verið
langt til fyrirmyndanna. Frú
Thorkelín er af sama tæi og kjafta-
kerlingar þær, er Einar H. Kvaran
hefir oft lýst síðan, má geta nærri
hvort þær liafi ekki fundist í
Revkjavík. Væri nokkuð óíslenzkt
í leiknum, þá er það auðvitað liug-
arfar Sigríðar, enda var að því
fundið. En hver segir að ekki hafi
getað fundist svo frjálslyndar
konur í Reykjavík, úr því bæði
Indriði og mývetnski bóndinn Þor-
gils Gjallandi fengu sér þær til
yrkisefnis? Sjaldgæfar liafa þær
auðvitað verið.
Mannlýsingarnar í þessum leik
eru yfirleitt betri en í hinum fyrri.
Þær mæðgur eru hugþekkar per-
sónur, sömuleiðis þeir unnustarnir
Kristján og Hjálmar. Einar, liálf-
bróðir Sigríðar, er allra-bezti karl
og smáskrítinn, settur til að f jörga
leikinn, og til að bjarga þeim
mæðgum frá neyð gjaldþrotsins.
Að öllu athuguðu er leikurinn
mjög sæmilegur, þótt liann geti
ekki jafnast á við sínar frægu,
norsku fyrirmyndir.
“Skipið sekkur” var leikið í
fyrsta sinn 13. febrúar 1903, all-s
átta sinnum. Höfundur leiðbeindi
sjálfur, en Lára dóttir hans lék
Brynhildi. Blöðunum kom víst
flestum saman um það, að leikur-
inn færi vel á leiksviði. En annar.s
deildu þau um hann. ísafold (21.
febr. 1903), Reykjavík (Jón Ólafs-
son, 12. febr.) og Þjóðviljinn
(Skúli Thoroddsen, 17. febr.) létu
vel af leiknum og leikendum, en
Þjóðólfur (20. febr. sbr. áður) og
Kvennablaðið (18. febr.) töldu