Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 38
20
Tímarit Þjóðrœhúsfélags íslendinga
og Álfur í Gröf, og eggjuðu þeir
atfarar við liann, og' þar kom, að
Brandur réðst til farar með þeim.
Tóku þeir hús á Þórálfi og drápu
hann, eftir að hann hafði náð
prestsfundi. Að því loknu fóru þeir
til Iióla og tóku lausn af Bótóifi
biskupi, höfðu síðan setur, meðan
leitað var um sættir við Kolbein
unga. Það réðst úr, að þeir söku-
dólgar gengu á liönd Kolbeini. Tók
hann þeim all-þungliga, en lét þá
þó ná sættum um síðir fyrir sakir
Brands. En er Kolbeinn spurði,
hví þeir færi að Þórálfi, kvað
Brandur nógar sakir, “en eigi
gerða ek þetta í hefnd eftir Kálf. ”
Broddi kvaðst því hafa gert það,
“at ek var skyldastur at reka sví-
virðingar þinnar; hafði hann þér
lengi ótrúr verit ok lymsklega
þjónað bæði.liér ok utanlands.”
Úr þessum orðum Brodda og
því, sem segir á öðrum stað í
Sturlungu,*) að þau Helga kona
Kolbeins og Þórálfur skyti mönn-
um undan refsingu Kolbeins, hefir
Indriði gert Þórálf að friðli henn-
ar; lætur hann liana því í leiknum
standa bak við hefndina á hendur
Brandi. En “ótrúnað” Þórálfs
gerir hann að fullum landráðum
af liálfu þeirra Helgu, er liún gef-
ur Þórálfi Eyjafjörð fyrir munn
bónda síns, þá er liann ráðstafar
ríkjum sínum í sótt sinni;##) neyt-
ir Iielga þess, að hann missir ráð
og rænu um stund. Eykur liún með
því sakir við Þórálf, og ekki bætir
hún um með því, að láta Brand
selja honum æfintrygðir nauðugan.
*)I, vii, kap. 122.
**)Sbr. Sturlungu II, vii, kap. 185 og 199.
Þessar trygðir vill Brandur samt
eigi svíkja, og því lætur Indriði
liann sitja hjá, er þeir félagar lians
vega að Þórálfi. Yígið lætur Ind-
riði ekki fara fram á heimili Þór-
álfs, heldur í helli nokkrum, þang-
að sem Óðinn í gerfi Jámgríms*)
leiðir hann feigan, í foraðsveðri.
Er sá kafli einn hinn áhrifamesti I
leikritinu; Indriða bregst ekki
bogalistin þar sem þjóðsagnablær-
inn kemst að. Iiitt er aftur á móti
nokkuð ótrúlegt, að Helga skuli
koma að vegendunum, þar sem
'þeir standa enn yfir Þórálfi vegn-
um, Minnir sá fundur annars á
víg Bolla, þar sem Helgi Harð-
beinsson þerrar spjótið á blæju
Guðrúnar. Helga er með öðrum
orðum af sama bergS. brotin ig
Guðrún í Laxdælu og Hildigunnur
í Njálu; henni bregður lítt, en því
greypilegri liefndarráð bruggar
hún vegöndunum, einkum Brandi.
Auk ]) e.s s brennur henni það fvrir
brjósti, að hún er barnlaus, vlll
hún fá annan son þeirra Brands
og Jórunnar til fósturs og ala hanu
upp til höfðingja, en Jórunn, sem
er sjálf mildi kristninnar holdi
klædd, aftekur það með öllu. Helga
hefir fengið Kolbein til að lofa sér
_að kjósa mann í hefnd fyrir Þórálf,
og nú hótar liún Jórunni að kjósa
Brand, nema einliver hans manna
vilji gefa sig fram í hans stað.
Jórunn býst við engu góðu, og þeg-
ar Brandur og lians menn ganga
á liönd Kolbeini að leita um sættir,
fer hún með honum dulbúin sem
drengur. Þegar Helga krefst líf-
láts Brands, gefur liún sig fram
*) Sbr. Sturlungu I, vii. kap. 14 5 neSan-
málsgr.