Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 40
22
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
burði við þá virðist manni þetta
leikrit þurt.”
Þessi dómur lýsir auðvitað
Brandesi alt eins mikið og leik-
ritinu. Ilann saknar hinna brenn-
andi spursmála dagsins í því. Auk
þess er hann, þrátt fyrir dálæti sitt
á Islesdingum og sögum þeirra, al-
veg utan og ofan við skilning Is-
lendinga á þeim. Eg get ekki skil-
ið, að nokkrum Islending'i, sem
lesið hefir sögurnar, þyki leikur
þessi þur. Hann er fullur af sama
lífi og ])ær; mál þeirra og stílblær
er stælt af mikilli list, — eins og
Brandes raunar játar. Að mörgu
leiti er dómur Hollanders um leik-
inn sanngjarnari, enda er það hið
ítarlegasta og bezta, sem um leik-
inn hefir verið skrifað. Hollander
þykir það hinn mesti galli á bygg-
ingu leiksins, að áhrif biskups á
Kolbein í leikslok koma eins og
skrattinn úr sauðarleggnum; en
hitt verður hann að játa, að það sé
í samræmi við hugsunarhátt aldar-
innar. 1 þá tíð létu menn ekki ó-
hegnt ganga á heiður sinn og sóma;
það var siðalögmálið, sem menn
lifðu eftir, — ef menn annars lifðu
samkvæmt nokkru siðalögmáli á
þeim agasömu tímum. En með
dauðann fyrir dyrum litu þó
marg'ir til kirkjunnar, því hún ein
gat frelsað þá frá eilífum kvölum.
Af þessu skýrist undanhald Kol-
beins, sem fyrir skömmu hafði ver-
ið svo liætt kominn, að hann var
talinn af. Iiinu má heldur ekki
gleyma, hvern þátt kirkjan á í liinu
friðsama liugarfari Brands og Jór-
unnar.
VI.
Varla verður annað sagt með
sanni en að Indriða hafi lieppnast
vel að klæða nútíð og sögu í leik-
ritsfoi-m. Samt fór hann ekki
lengra á þeirri braut, en sneri aft-
ur til æskuviðfangsefnanna, þjóð-
sagna-leikjanna. Eflaust liafa
vindar tízkunnar í heimi bókment-
anna ráðið nokkru um þetta aftur-
hvarf hans til síns upprunalega
eðlisfars. Þess er áður getið, að
fyrstu gárar symbólismans liöfðu
snortið liann, er hann setti saman
“ Skipið sekkur”. En alt frá því
um 1890 liafði þetta afturkast frá
realisma Brandesar fengið vax-
andi fylgi danskra ritliöfunda*)
og norrænna höfunda yfirleitt.
Sem dæmi upp á það, hve mjög
hinir nýju straumar (symbolisme,
impressionisme) gátu mint á hina
fornu rómantík, þarf ekki annað en
nefna “Gösta Berlings saga” eftir
Selmu Lagerlöf. Ilún kom út 1891-
92. Upp úr aldamótunum varð
stefnan auðugri að áliugamálum,
hugsjónum, sem barist var fyrir
(idealisme). Meðal annars fékk
áttliagaástin og þjóðræknistilfinn-
ingin byr í seglin.**)
En þetta tvent: djúp symbólík í
efnismeðferðinni og virk þjóð-
ræknisstefna sem undiralda leiks-
ins, er hvorttveggja nýjungar, sem
greina “Kýjársnóttina” yngri***)
frá frumleiknum.
*)Sbr. t. d. grein H. Ussings: “NútííSarbók-
mentir Dana” Eimr. 1898 4:161-225.
**)Sbr. t. d. “Idealismen” af Einar Skovrup,
í Hovedtræk af nordisk Digtning i Nutiden
I. bis. 247-252.
***)Nýjársnðttin. Sjðnleikur I fimm þáttum.
Reykjavlk, Guðm. Gamalíelsson, 19 07.