Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 42
24
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
nema Aslaug álfkona. Hún bjarg-
ar Guðrúnu undan ofsókn Álfa-
konungsins og hjálpar henni til að
leysa Jón úr höftum þeirra. Hún
er , raun og veru persónugerfingur
réttlætis og frelsis meðal álfa,
enda hylla þeir hana þegar sem
drotningu sína, eftir að Svartur
þræll hefir unnið á Álfakónginum.
En um leið er liún heilladís lands-
ins sjálfs, eins og sjá má af því, að
töfrasproti hennar og' merki er
ekkert, annað en hinn bláhvíti fáni,
sem íslenzkir sjálfstæðismenn í þá
daga börðust undir til fylsta
stjórnmálafrelsis.*) Frá því sjón-
armiði táknar Álfakóngurinn .auð-
vitað veldi Dana á Islandi; og er
liér þá komið að því, sem nefnt var
í upphafi, að undiralda leiksins
væri þjóðræknisstefna höfundar-
ins. Ánnars fær höfundurinn oft
tækifæri til að leggja gagnrýni
sína á mannheimum — og löndum
sínum, — í mumi álfanna og berst
þannig oft fyrir liugsjónum einnig
á öSrum sviðum en hinu pólitíska.
Eius og áður er að vikið eru
flestar persónur í mannheimum
lítið breyttar. Þó hefir skapgerð
Guðrúnar fengið meiri festu í sig,
en hinar kómísku persónur Sig'ga
vinnukona og einkum Gvendur
snemmbæri liafa verið bættar að
mun. Enginn sem les eða sér Nýj -
ársnóttina getur glevmt þessum
gamla, skagfirzka flakkara og mat-
hák né hinum liagkvæmu hyggind-
um hans og þurru fyndni.
ASal styrk ‘ ‘ Nýjársnæturinnar ’ ’
er þó hvorki að finna í glettum
Gvendar snemmbæra né í hinum
*)Knut Gjerset, History of Iceland, bls. 432.
nokkuð flókna gangi viðburÖanna,
heldur í skáldskap þeim, sem liöf-
undi hefir tekist að blása í alt leik-
ritið eins og lifandi anda. Aldrei
hefir hin lýriska æð Indriða verið
skýrari en einmitt í þessum djarfa
leik ímyndunaraflsins með álfa og
menn, ástir og hugsjónir, íslenzka
grá-hnjúka í mánaskini og erlend-
ar skraut-hallir í klettunum. Það
er því engin tilviljun að “Nýjárs-
nóttin” hefir orðið vinsælust allra
leikrita Indriða. Hún var fyrst
leikin af Leikfélagi Reykjavíkur
26. desember 1907,*) alls 18 sinn-
um þá um veturinn, en tvisvar
sumariÖ eftir (11. 18. ág. 1908 fyr-
ir Paul Hermami professor). Næst
var hún leikin 1910 um liaustið (7
sinnum), og vorið 1911 (11. marz).
Þá var hún tekin upp veturinu
1917 ©g gekk 25 sinnum. 1. apríl
þann vetur var talið, að hún liefði
verið leikin í 50. sinn, og byrjaði
þá leiksýningin með “Formála í
leikhúsinu” eftir Bjarna Jónsson
frá Yogi,##) en að sýningu lokinni
báru meun Indriða í gullstól um
sviðið. Enn var liún tekin upp vet-
urinn 1919-20 (alls 10 sinnum),
veturinn 1923 (eftir jól, alls 12
sinnum, 1. marz í 75. sinn). Síðast
*)ÓfSinn (1908) 10:79-80 (dæmd nokkuð ein.
hliða frá realistisku sjðnarmiði); Lögrétta
29. jan. 1908; Pjóðólfur 3. jan. 1908 (póli-
tíski liturinn á leiknum enginn galli); ísaf.
28. des. 1907; Huginn 2. jan. 1908 (upplýs.
um leiktjöid og dansa); Xngólfur 9. febr.
1908 (fjöldi leiksýninga, eins dæmi um ísl.
leik). Sbr. og réttsýnan ritdóm eftir E. H.
Kváran i Skírni (1908) 82:87-88.
**)Formáli i leikhúsinu þá er Nýjársnótt
Indriða Einarssonar var sýnd fimtugasta
sinn 1. apríl 1917. Rvík, G; Gamalíelsson,
1917. 12 bls. Sbr. og blöðin: Lögréttu 4. apr.
1917; ísafoid 31. marz 1917 (“Fágætur leik-
viðburður"); Höfuðstaðurinn 2. apr. 1917;
Isafold 11. marz 1923.